Færsluflokkur: Enski boltinn

Lausgirtir enskir landsliðsmenn

Það virðist vera sem annar hver landsliðsmaður Englands virðist hafa knýjandi þörf til að halda framhjá eiginkonunni - og þá helst með "háklassa" vændiskonu. Einnig virðist vera "lenska" hjá þessum piltum að láta athæfið komast upp.

Nú hefur Wayne Rooney fetað í fótspor ekki ómerkari manna en John Terry, Ashely Cole, Peter Crouch (a.m.k. og lílega eiga fleiri hneykslismál eftir að líta dagsins ljós), sem allir hafa það sammerkt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni.

Þurfi Rooney nú frí frá landsliðinu til að greiða úr flækjum í einkalífinu er ljóst að Fabio Capello landsliðsþjálfari er í miklum vandræðum. Ekki sérstaklega fyrir það í sjálfu sér að Rooney muni e.t.v. missa af næsta leik. Aðal höfuðverkur þjálfarans er að flestir landsliðs leikmenn Englands virðast vera gríðarlega heimskir og með greindarvísitölu lægri en landsliðsmenn annarra landa. Það er meiri hætta á það enskir landsliðsmenn missi af landsliðsleik vegna framhjáhalds heldur en meiðsla.

Allt ofangreint á þó auðvitað ekki við um landsliðsmenn Liverpool. Þeir eru öðrum enskum fremri í háttvísi, virðingu og trausti.


mbl.is Óvissa með Rooney vegna blaðaskrifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoke city og Eiður Smári. Blendnar tilfinningar

Gott að Eiður Smári er kominn með klúbb.

Gott að Íslendingar eiga ekki lengur klúbbinn.

Gott að Eiður Smári geti þá e.t.v. gefið kost á sér í landsliðið?


mbl.is Eiður búinn að semja við Stoke
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlegir yfirburðir Liverpool

Andlegir yfirburðir Liverpool munu leiða þá til sigurs í kvöld þótt á útivelli sé.

Leikmenn Man. City spila fyrir launatékkann og eru uppteknir við að reikna út heildarlaun og launatengd gjöld og skattaafslátt á meðan leikmenn Liverpool spila með hjartanu fyrir sitt lið sem flestir elska (allavega meirihluti Íslendinga).

Liverpool tekur þennan leik 1-2.

YNWA.


mbl.is Enn eitt jafntefli City og Liverpool?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæ bæ

Meistaradeild. Sjáumst vonandi aftur haustið 2011 þegar Liverpool verður komið með nýjan þjálfara.

Gerrard sagði að Púllarar yrðu að vinna alla leikina sem eftir væru til að eiga minnsta möguleika á 4. sætinu. Mínir menn féllu strax á fyrsta prófinu. Þeir eru því miður bara ekki betri en þetta.

Ég spái því að martöð okkar Púllara haldi áfram og Gerrard og Torres verði seldir á árinu. Það eina sem mun mögulega gleðja vort rauða hjarta er að vinna litlu Evrópukeppnina.

YNWA.


mbl.is Schwarzer tryggði Fulham stig á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögufölsun

Það vita allir að flestir íþróttafréttamenn mbl.is (og Morgunblaðsins þar með) halda með Man.Utd. Það er því pólitískt háalvarlegt að misbeita valdi sínu í þágu síns liðs með mjög óvandaðri og ótrúverðugri skoðanakönnun. Það væri meira mark tekið á skoðanakönnun frá Félagsvísindadeild HÍ eða Capasent Gallup.

Þrátt fyrir dapurt gengi Liverpool vita allir sem hafa smá vit á enska boltanum að félagið á langflesta stuðningsmenn hér á landi. Hið sama á við um hinn vestræna heim og víðar. Þetta staðfesta vísindalegar rannsóknir.


mbl.is Flestir halda með Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Benítez. Alltaf í boltanum?

Ég get bara varla horft upp á þessa hörmung lengur og votta Liverpool bræðrum og systrum samúð mína. Okkar mönnum tekst ítrekað á ótrúlegan hátt að fara niður á sama plan og léleg lið, sérstaklega á útivelli. Ég horfi á leikinn áðan og það var beinlínis átakanlegt að sjá hvað Liverpool menn hafa litla trú á sjálfum sér.

Senjorinn nær ekkert meira út úr þessu liði ég held að flestir átti sig á því. Ég kalla það gott ef liðið nær 4 sætinu í deildinni næsta vor þótt maður haldi í þá veiku von að þeir verði í baráttunni um FA bikarinn. Það vonda við að reka Benítez nú er að þá fer Torres og borga þarf Rafa út margra ára samning.

Við Púllarar verðum bara að "feisa" að það eru bara 4 heimsklassa leikmenn í liðinu: Gerrard, Torres, Reina og Johnson sem var langbesti maður Liverpool í dag. Það dugar hreinlega ekki til að halda í við Chelski og Manjú.


mbl.is Stórsigur hjá United - Markalaust hjá Liverpool - Sigur hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Duracell" kanínan í öðru sæti

Mér finnst gaman að alls kyns tölfræði í íþróttum. Enginn tekur þó Kananum fram í tölfræðinni. Á stundum er að marka tölfræðina en oftar finnst mér sem hún gefi alranga mynd af raunveruleikanum - í þessu tilfelli hvað er að gerast inni á leikvellinum.

Það sem mér finnst athyglisverðast hér hjá ACTIM er að einn latasti (og jafnframt leiðinlegast knattspyrnunnar í ár), Dimitar Berbatov hjá United er í 5 sæti listans. Halló! Hvaðan kemur þetta? Einnig að Liverpool eigi EINGÖNGU 4 fulltrúa og einn besti leikmaður heims í dag, Steven Gerrard sé aðeins í 9 sæti og það AFTAN VIÐ FÉLALA hans Carragher?

Hvar er Ronaldo? Þótt ég elski gaurinn ekki beint er hann einn af þremur bestu leikmönnum heims í dag (ásamt Gerrard og Messi) og ég skil ekki af hverju hann er ekki á listanum en Lati Boring Berbatov í topp 5.

Ég er stoltur af því að Púllarar eigi eina markmanninn á listanum sem segir margt um þann frábæra markmann.

En allt í allt finnst mér þessi listi frá Actim ekki sýna raunverulega bestu leikmennina. Það vantar a.m.k. tvo aðra Púllara á listann með hinum 4 :)


mbl.is Anelka stóð sig best allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki frétt

Yossi er bjargvætturinn á leiktíðinni. Algjör "super-sub".

Mér fannst hann frábær þegar hann spilaði með West Ham United og hann hefur vaxið á leiktíðinni. Auðvitað fær hann framlengingu.


mbl.is Liverpool hyggst bjóða Benayoun nýjan samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki vælubíll í Manchester?

Senda hann strax til fúla fyrirliðans Ferdinand. Þetta er alltaf allt öðrum að kenna ekki satt? Sættið ykkur við það Ferdinand betra liðið vann (eða skárra...).


mbl.is Ferdinand:„Við fáum aldrei víti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sir Alex Ferguson (a la Ragnar Reykás)

Já hann elskar að tjá sig í fjölmiðlum, skotinn skapstóri. Núna er það vegna þess að fjölmiðlar voru OF JÁKVÆÐIR í garð United leikmanna. Annað hvort er elli kerling farin að ná tökum á kallinum eða að hann er farinn að reyna nýja taktík í sálfræðistríði sínu við Benítez - nema hvoru tveggja sé. Hingað til hefur hann eingöngu kvartað yfir neikvæði fjölmiðla í sinn garð og sinna manna. Afleiðingin virðist vera allt of mikil jákvæðni fjölmiðla í hans garð og það er slæmt, vont, neikvætt.

Sir Alex getur sem sagt skiljanlega ekki höndlað of mikla jákvæðni. Það er ósanngjarnt af fjölmiðlum að vera of jákvæðir. Það getur haft neikvæð andleg áhrif á hann og liðið. Best væri að fjölmiðlar spyrðu Sir Alex eftir hvern leik hvort þeir eigi að vera jákvæðir eða neikvæðir. Þeir eiga auðvitað að hlýða honum. Hann er jú SIR!

Næst kallar Sir Ferguson til blaðamannafundar til að segja þeim að óþolandi sé að fjölmiðlar séu hvorki neikvæðir né jákvæðir. Hann er harður heimur framkvæmdastjórans í enska boltanum. Alltaf að vera að tala við fjölmiðla sem eru annaðhvort góðir eða vondir.


mbl.is Ferguson: Fréttamenn of jákvæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband