Næst söluhæsta bíómynd frá upphafi

Ja, detti nú allar dauðar! Avatar er komin í tæplega 1.400 milljón dollara sölu. Hún á þó enn talsvert í að ná Titanic (1.835 milljón dollara og því söluhæsta kvikmynd sögunnar). Það að vera kominn upp fyrir Star Wats og Dark Knight, ég tala ekki um LOTR í sölu, segir sitt um gæði myndarinnar og e.t.v. áhrifamátt.

Myndin er tær snilld að mínu mati og fær **** af **** mögulegum. Ég kannast samt ekki við nein sérstök þunglyndiseinkenni eftir að hafa séð myndina í þrívídd ekki nema mér fannst gleraugun fara mér afspyrnu illa og heppinn að mamma sá mig ekki með þennan óskapnað í andlitinu.


mbl.is Þunglyndir í kjölfar Avatars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei vitlaust hún er komin í 1,6 milljarða dollara

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_highest-grossing_films

Eggert (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 21:10

2 identicon

Og James Cameron leikstýrði þeim báðum, þvílíkur snillingur

CrazyGuy (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 21:13

3 identicon

Hún verður orðin nr.1 eftir viku eða svo...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 21:48

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gæti verið rétt piltar. Ég skoðaði imdb.com.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 01:17

5 Smámynd: Dagur Björnsson

James Cameron er maðurinn!

Dagur Björnsson, 18.1.2010 kl. 09:47

6 identicon

Ég verð að viðurkenna að maður er orðinn svolítið spenntur að sjá þessa mynd.. vona að maður verði ekki fyrir vonbrigðum þegar væntingar eru farnar að hrannast upp :)... en þegar ég og eiginkonan erum búin að fara er kominn 3000 kall í viðbót.. allt í áttina að meti :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 22:49

7 identicon

Frekar myndi ég nú vilja fara á Bjarnfreðarson en Avatar. Það er örugglega miklu betri mynd!! En ég trúi þessu alveg, þetta með Avatar og þunglyndi. Ég hef séð úr myndinni. Og ég get alveg trúað þessu.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 18:21

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þú hefðir nú átt að láta taka mynd af þér með gleraugun. Sá svona gleraugu hjá Guðsteini vini okkar sl. helgi.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.1.2010 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband