Íslendingur í misheppnaðri útrás

Ónefndur íslenskur karlmaður, sem "sagður er" 53 ára gamall er kominn í heimsfréttirnar.

Hann taldi sig þriggja kvenna maka taílenskra fljóða en var svæfður og rændur af þeim áður en hann gat sannað bólfimina. Stundum getur íslenska þjóðarstoltið og sjálfstraustið borið menn ofurliði. Þessi "víkingur" hefði kannski átt að lesa Brennu-Njáls sögu eða Gísla sögu Súrssonar áður en hann réðst til atlögu við "veikara" kynið. Þetta er eitt besta dæmið um misheppnaða útrás Íslendings frá hruni bankanna.

JÁ, enn á ný bíður Ísland ósigur í efnahagslegu tilliti og þjóðin er fjögurhunduðþúsundkrónum fátækari fyrir vikið. Hversu langt getur vor íslenska niðurlæging náð? Að tapa 0-3 fyrir Taílandi. En e.t.v. er þetta samt ekkert flókið. Kannski er maðurinn einfaldlega ekki nógu TÆLANDI?


mbl.is Kvensamur Íslendingur rændur í Taílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

rólegur- hann hefði hvort eð er eytt þessum 2500$ í kerlingar.  Hann ætlaði bara ekki að eyða þeim öllum í einu!

Óskar, 17.1.2010 kl. 16:29

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Rétt Óskar. Ég hef aldrei verið mikill hagfræðingur.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 16:34

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allstaðar komum við fram íslendingarnir frá litlu eyjunni úr norðri.

Sigurður Haraldsson, 18.1.2010 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband