Ísbirnir eru velkomnir í Húnaþing

Nú hafa þrír ísbirnir gert sig heimakomna hér á landi með tiltölulega stuttu millibili. Í engu tilfellanna létu þessi mikilfenglegu og fallegu spendýr sjá sig í sínum eðlilegum heimkynnum, Húnavatnssýslu, hvar sýslan er nefnd eftir afkvæmum þeirra, húna. Þetta eru mikil vonbrigði og bera líklega vott um að vesalings dýrin hljóta þó að minnsta kosti hafa verið á leiðinni í Húnaþing þegar þau voru illu heilli aflífuð. Það er huggun harmi gegn að birnan sem skotin var við Hraun á Skaga hefur fengið lögheimili í Hafíssetrinu á Blönduósi. Þar býr hún við gott atlæti, aðdáun og umhyggju.

Ég vil beina þeim vinsamlegu tilmælum til allra ísbjarna sem hafa hug á að koma til Íslands í framtíðinnni að mæta beint í Húnavatnssýsluna án þess að millilenda í öðrum misgóðum sýslum enda er hagsmunum þeirra best borgið í Húnavatnssýslu. Menn skjóta ekki vini sína í Húnaþingi.


mbl.is Fólk hafi varann á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur.

Þú átt heiður skilið fyrir höfðingjlegt boð þitt til SNÆHVÍTU  bjarnanna , sem að í óvarkárni sinni hættu sér út á" hálan" ís.

Þú átt mikið verk fyrir höndum að safna móttökuliði frá Vestfjörðum til Norðausturslands, sem tekur á móti Ísbjörnunum,  hvar þá ber að landi og leiðir til síns heima,..... í Húnaþing .

Megi þér takast ætlunarverk þitt með sóma ...

Kærleikskveðja á þig og þína og alla Ísbirnina 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 02:33

2 identicon

afhverju hræ skíta fréttamenska,er ekki til betra orð.

gisli (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 07:28

3 identicon

Ég er nú Húnvetningur og frábið mér svona gesti - kæri mig alls ekki um að hitta hungraðann ísbjörn. Ísbirnirnir eru ekki komnir hingað til að skoða náttúruna, þeir eru í ætisleit og í þeirra augum erum við einfaldlega máltíð.Ég skil ekki þann barnaskap í fólki sem heldur að þetta séu einhver gæludýr sem sé gaman að klappa og kjassa! 

Guðrún (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 11:33

4 identicon

Nú man ég ekki betur en Blönduóslöggan hafi átt þátt í að taka niður dýrin sem sáust í fyrra.

Það teljast hlýjar kveðjur úr Húnaþingi...

Gunnar (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 12:18

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Guðrún. Ísbirnir eru falleg dýr og mjög greind. Líklega líta þeir samt á mannfólkið sem máltíð nema ekki Húnvetninga auðvitað.

Það voru tæknileg mistök Gunnar þegar Blönduóslöggan hjálpaði við að drepa dýrin í fyrra. Þeir sjá mjög eftir því!

Guðmundur St Ragnarsson, 28.1.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband