Jón Gnarr blekktur af borgaryfirvöldum

Jón Gnarr mun hafa verið valinn úr hópi umsækjanda til að semja leikrit fyrir Borgarleikhúsið. Ég trúi ekki öðru en Jón Gnarr dragi umsókn sína strax til baka. Bæði Reykvíkingar og Íslendingar allir þarfnast hans sem stjórnmálamanns í 100% starfi enda erfiðir tímar á Íslandi hér eftir sem hingað til og Jón Gnarr og Besti flokkurinn eru þeir einu sem bjóða upp á raunhæfar lausnir á vandanum.

En auðvitað var Jón Gnarr "valinn" til að sinna ritstörfum. Hann er ógn við ríkjandi valdhafa í borginni sem vilja dreifa athygli hans í annað en stjórnmálin. Ég sé fyrir mér að Hanna Birna hafi hringt í leikhússtjóra síðla kvölds í reykmettuðu bakherbergi og óskað eftir "ákveðinni niðurstöðu" þegar leikskáld Borgarleikhússins var valið. Leikhússtjóri hefur svarað borgarstjóranum: "Ég skil, málið er afgreitt".

Þegar kraftar Jóns fara í að búa til leikrit fyrir Borgarleikhúsið er Besti flokkurinn vanræktur á meðan og borgarfulltrúar og aðrir valdhafar varpa öndinni léttar. Jón Gnarr! Þjóðin þarfnast þín. Ég vona að þú sjáir í gegnum þessar blekkingar yfirvalda sem eitra hug þinn og slæva dómgreind. Einbeittu þér að bara Besta flokknum!


mbl.is Jón Gnarr nýtt leikskáld Borgarleikhússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he, he.

Finnur Bárðarson, 28.1.2010 kl. 15:25

2 identicon

Þetta er bara ekki svo galin samsæriskenning hjá þér :)... Gnarr er hugmyndafrjór en tímasetning er grunsamleg !

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband