Raunhæf tillaga til lausnar Icesave-deilunnar

Látum formenn samninganefndar Íslands annars vegar og Bretlands hins vegar (Bretar yrðu jafnframt fulltrúar Hollendinga sökum umboðsleysis og stjórnarkreppu þar í landi) í lokað bardagabúr í anda UFC þar sem allt er leyft. Sá sem fær hinn til að gefast upp vinnur. Beita má öllum brögðum (nema auðvitað ekki sparka í klof andstæðingsins). Nota má penna og skjalatösku sem vopn.

Með þessum hætti er hægt að fá niðurstöðu í málið fljótt og vel auk þess sem þetta sparar skattgreiðendum gríðarlega fjármuni og öll óvissa er úr myndinni.

Þessi tillaga er raunhæf fyrir okkur Íslendinga þar sem formaður íslensku samninganefndarinnar, Lee Bucheit, er karlmannlega gerður til æðis alls og atgervis og er honum vel treystandi til að knýja fram "submission" á andstæðingi sínum.

Annars þarf margra ára samningaþóf og nokkrar samninganefndir til viðbótar til að leysa málið. Hvora leiðina vilt þú?

(tillaga númer tvö væri að láta ríkin gera út um deiluna í landsliðsleik í handbolta...).


mbl.is „Mjög virk samskipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband