Gangi þér allt í haginn Jóhannes

Það er ekki hægt að deila um það að Jóhannes kaupmaður í Bónus gerði það sem engum öðrum tókst; að lækka matvöruverð á Íslandi verulega þegar enginn annar virtist hafa til þess viljann eða getuna. Hann kann að vera umdeildur en um þetta er ekki hægt að deila.

Jóhannes í Bónus er gjafmildur maður og gaf oft til líkarfélaga og annarra sem stöðu föllum fæti hér á landi. Hann fann til samfélagslegrar ábyrgðar meira en magur annar í hans stöðu.

Ég óska honum velfarnaðar utan Haga sem og í baráttunni krabbameinið og vona að hann hafi þar betur.


mbl.is Jóhannes hættir hjá Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þú lítur nú út fyrir að vera það gamall Guðmundur að þú ættir að muna eftir Pálma í Hagkaupum.

Munurinn á þeim var hinsvegar sá að Pálmi krafðist lægra heildsöluverðs en Jóhannes þess að fá vörur á læra verði en aðrir smásalar.

Jóhannes misnotaði markaðsráðandi stöðu sína með þeim afleiðingum að hér er hærra vöruverð en annars staðar. Hanns keppikefli er ekki að vera ódýr heldur að vera ódýrari en aðrir.

Því markmiði má líka ná með því að fá hækkað verð til samkeppnisaðilanna þegar maður  er í markaðsráðandi stöðu og misnotar hana gróflega.

Landfari, 30.8.2010 kl. 23:57

2 identicon

Rosalega ertu veruleikafyrrftur Guðmundur og lærður maður í þokkabót. Fyrir hverja krónu sem Jóhannes lækkaði vöruverðið til þín sendi hann þér bakreikning uppá kr. 10.- Ef ekki meira. Reyndu nú að setja þig inn í svona einfalt mál, lögfræðingur góður.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 00:08

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir Guðmundur það sem Jóhannes gaf var af okkar peningum og þeir sem taka mikið gefa oft smá til baka til að hafa lýðinn ánægðan. Ekki má gleyma að  pokasjóður var og er borgaður af þeim sem versla við fyrirtækin sem eru með poka merkta!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2010 kl. 01:36

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þessi þjófur og glæpamaður er að borga með þýfi þessar 1200 milljónir, það er öllum ljóst.

Guðmundur Pétursson, 31.8.2010 kl. 03:39

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég þakka fyrir innlitið félagar. Ég sé að jákvæðni mín í garð Jóhannesar í Bónus hefur vakið upp tilfinningar. Það er skiljanlegt. Ég tel samt að Jóhannes hafi ekki verið fremstur í flokki útrásarvíkinga og forhertra glæpamanna. Hann gerði eflaust sín mistök og fór of geyst. Jóhannes virðist mér - engu að síður - vera góður maður á margan hátt. Hann gaf meira til samfélagsmála heldur en margur milljónamæringurinn. Getið þið nefnt mér einhvern sem gerði betur en hann á því sviði?

-----

Ég er sammála því að hann misnotaði markaðsráðandi stöðu sína. En það er samkeppnisyfirvalda að koma í veg fyrir að það sé hægt.

Guðmundur St Ragnarsson, 31.8.2010 kl. 19:04

6 Smámynd: Elías Hansson

Nefnd nú okkur , hvað hann gaf af EIGIN peningum til góðgerðarmála.

Langt síðan ég hef lesið annað eins bull.

Elías Hansson, 31.8.2010 kl. 20:59

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Andaðu með nefinu Elías. Hann átti fyrirtæki sem gaf pengina. Fyrirtækið gaf peninga = Ergo hann gaf sína peninga. Bónus var ekki og er ekki ríkisstofnun kallinn minn.

Guðmundur St Ragnarsson, 31.8.2010 kl. 23:33

8 Smámynd: Elías Hansson

Hann gaf peninga fyrirtækisins, ekki sína eigin.

Getur þú nefnt eitt dæmi um að hann hafi gefið EIGIN peninga??

Elías Hansson, 31.8.2010 kl. 23:43

9 Smámynd: Landfari

Maður gæti nú verið örlátur ef maður hefð 2 millur á mánuði í laun fyrir það eitt að vera stjórnarformaður í föllnu fyrirtæki. Hvað ætli þeir hafi fundað oft í mánuði.

Hvað hafði kappinn í laun þegar fyrirtækið gat náð í ótakmarkað fé í bankana fyrst 2 millur eru taldar hæfilegar núna?

Já þá er eftri að telja einbýlishús, bíl og sumarbústað allt á kostnað fyrirtækisins til viðbótar laununum.

Síðan fær hann heils árs laun eftir að hann hætti sem einhverjum þætti nú gott en af því hann er svo sérstakur þá fær hann 90 millur í viðbót. En það ver heldur ekki nóg. Hann fær að kaupa einbílishús, bíl og sumarbústað á 40 millur sem hlýtur að vera langt undir eðlilegu verði því húsið og bústaðurinn eru engnir braggar. Ekki veit ég hvers virði bíllinn einn og sér er en þykist vita að hann hafi nú kostað sitt.

Það er ekki einleikinn andsk... hvað mulið er undir manninn. ég gæti skilið þetta ef þetta væri gæinn sem kom og bjargaði bankanum en það er nú öðru nær. Þetta er einn af höfuðpaurunum í að setja hann á hausinn.

Eins og Elías bendir á er reigin munur að gefa sína eigin aura eða fyrirtækisins jafnvel þó þú eigir fyrirtækið.

Í fyrsta lagi er fyrirtækið að kaupa sér "goodwill" meðal almennings.

Í öru lagi er þarf fyrirtækið ekki að borga skatta af þessum tekjum þannig að í raun gefur ríkið 18% af heildar upphæðinni eða tæp 22% af netto kostnaði fyrirtækisins.

Í þriðja lagi þarf launamaðurinn að vinna sér inn helmingi hærri upphæð en hann gefur því  hann þarf að greiða skatta af þeim launum sem fara í gjöfina.

Landfari, 1.9.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband