Hugrekki

Ég hef lesið bókina Gomorra eftir Roberto Saviano. Hvernig allt mannlíf, viðskiptalíf og opinber starfsemi er gegnumsýrt af Mafínunni í Napolí og nærsveitum er ótrúlegt. Mafían er beinlínis hluti af hagkerfinu og stjórnmálunum einnig. Ég dáist að mönnum eins og Saviano sem þora að segja sannleikann opinberlega og eru í lífshættu af þeim sökum.

Ég held reyndar að talan níuhundruð eins og segir í fréttinni sé stórlega vanáætluð og nær að tala um þúsundir manna ef verið er að tala um áratugi. Þetta á sér stað í vestrænu ríki. Mannfallið er meira en í stríði Palistínumanna og Ísraels.

Ég vona að fram komi einstaklingar hér á landi sem þori að segja sannleikann líka!


mbl.is Mafíunni mótmælt í Napólí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur og eigðu góðan sunnudag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband