Welcome to Iceland

Afar ánæguleg tíðindi og löngu, löngu tímabær. Það er vonandi að Eva Joly og hennar fólk verði að góðu gagni við að upplýsa hlutina. Íslensk þjóð þarf á því að halda.

Vertu velkomin til Íslands, frú Joly. Takk fyrir framkvæðið og dugnaðinn Hr. Helgason, að fá hana hingað til lands því ekki höfðu stjórnvöld vit á því.


mbl.is Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún leynir á sér þessi kona. Er með sterka sannfæringu og veit að það eru beinagrindur í skápunum, en það verður talsvert verk að finna þær. Við skulum ekki gleyma því sem hún varaði við strax í byrjun að þetta tekur tíma og auðmennirnir munu berjast um á hæl og hnakka gegn því að sæta rannsókn, munu meðal annars nota fjölmiðlana sína við að snúa almenningsálitinu gegn henni.

Það stendur á okkur félagi að halda vöku okkar og styðja hana, og það eru þúsundir samlanda okkar með í því. Bloggið er gott tæki til þessa meðal annars.

Manni langar helst til að færa henni konfekt og blómvönd :)

Toni (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alveg rétt Toni.

Ég skal koma með þér og gefa henni blómvönd og konfekt. Þú mátt hins vegar bjóða henni út að auki. Ég má það ekki :)

Guðmundur St Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það virðist vera lítill fögnuður á hægri vængnum vegna komu hennar. Að minnsta kosti heyrir maður lítið og BB hefur ekki nefnt hana á nafn í bloggi sínu. En koma hennar er fagnaðarefni.

Finnur Bárðarson, 30.3.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband