RÚV í ruglinu. Yes, no, yes, no!

Mörg undanfarin ár hef ég, eins og margir Íslendingar, haft af því ánægju og einnig nokkuð gagn, að hlusta á spurningakeppni fjölmiðlanna á RÚV. Það er farið að tilheyra páskahátíðinni. En svo dró ský fyrir sólu. Stjórnendur RÚV lýstu því yfir að af sparnaðarástæðum yrði keppnin lögð niður. Kom það m.a. fram í fjölmiðlum fyrir skömmu. Já af sparnaðarástæðum! Ef Páll nokkur Magnússon myndi lækka laun sín um 10% í 3-4 mánuði er líklega búið að borga upp allan kostnað við þáttagerð Ævars snillings Jósefssonar og líklega gott betur. Það gerir Páll ekki.

Fréttin um uppgjöf RÚV á spurningakeppninni og Ævari hafði ekki fyrr farið í loftið en BYLGJAN greip tækifærið fegins hendi og ætlar að halda keppnina með pompi og prakt um páskana með spyrlinum Loga Bergmann. Skiljanlega því þessi keppni er bæði vinsæl hjá íslenskum almúga og skemmtileg og ákvörðun RÚV framandlega heimskuleg. Með fullri virðingu fyrir Loga Bergmann þá er Ævar orðinn óaðskiljanlegur hluti þessarar keppni og Bylgjumenn hefðu betur splæst í að ráða hann til sín. Það gerðu þeir ekki. Stór tæknileg mistök!

VEGNA ÞESS að þegar Sigrún Stefánsdóttir fréttir svo að samkeppnisaðilinn BYLGJAN hafi tekið keppnina upp á sína arma þá kom annað hljóð í strokkinn. Nú á að halda keppnina í kringum hvítasunnu. Sem sagt ekki hafa hana um páskana en aðeins seinna. Útkoman er enginn sparnaður heldur aukin útgjöld hjá Dagskrárdeild RÚV við að segja eins og Vicky Pollard í Little Britain "yes, but not, but yes, but no, but...". En gangi þér vel Logi Bergmann og takk BYLGJA fyrir að taka við keflinu. Ég hlakka til að hlusta (á tvær fjölmiðlakeppnir á sama árinu).

Til hamingju með skynsamlega stefnumörkun í dagskrárgerð RÚV-arar!


mbl.is Spurningakeppni fjölmiðla um hvítasunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara spurningarkeppnin! Okkur framhaldsskólanemar var gróflega misboðið þegar rúv ákvað að sýna ekki frá söngkeppni framhaldsskólanna vegna fjárhagsvandræða. Hefur pottþétt ekkert með (ó)takmarkaða hæfileika okkar á söngsviðinu? 8-)

Matthías Ólafsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband