Frábær árangur í kynþáttafordómum

Fulltrúar Íslands á Durban II tóku þá sjálfir þá ákvörðun að sitja undir gyðingahatri forseta Írans en voru ekki að herma eftir fulltrúum Noregs. Mikið líður mér betur. Við hefðum getað sparað stórar fjárhæðir í kreppunni með því að láta utanríkisráðuneyti Noregs sjá um okkar mál. Við höfum góð tengsl sbr. Gamli sáttmáli, væntanlegur olíufundur og fleira skemmtilegt.

Margir fulltrúar annarra landa gengu út svo ofbauð þeim ræða forseta Írans. Fróðlegt væri að vita hvort utanríkisráðherra Íslands muni tjá sig um orð forsetans. Nokkur vestræn ríki tóku meira að segja ákvörðun um að sitja ekki ráðstefnuna vegna ótta um að þar væri gyðingahatur gert opinbert enda varð sú raunin.

Mér finnst utanríkisráðherra ekki geta skorast undan því að tjá sig um þessi mál. Hann hefur á stundum verið duglegur að tjá sig um málefni Ísraels á neikvæðan hátt. Eru skilboð fulltrúa Íslands á þessari ráðstefnu að samþykkja orð forseta Írans og þá fyrir hönd okkar allra?

Hvað segir Össur blessaður núna?


mbl.is Íslendingar taka sjálfstæðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Miðað við að Össur Skarphéðinsson afþakkaði heimsókn ráðherra frá Ísraels sem ætlaði að koma hingað og kynna málstað Ísraela og útskýra þeirra hlið málsins.

Að .. þá efast ég um að það heyrist nokkuð úr utanríkisráðuneytinu. Ætli hann sé ekki bara sammála ahminijad eða hvað sem hann heitir.

ThoR-E, 20.4.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ráðstefnur eru til þess að skiptast á skoðunum og helst að komast síðan að sameiginlegri niðurstöðu. Það gera menn ekki nema með því að hluta á það, sem aðrir hafa að segja þó menn séu ekki sammála um það.

Það felst því ekkert samþykki á því, sem ræðumaður er að segja að sitja kyrr og hluta á hann.

Það er staðreynd að Ísrael er land byggt á kynþáttahyggju og þjóðernisstefnu frá miðri síðustu öld. Þar er í gangi aðskilnaðarstefna, sem gefur Apartheid stefnu Suður Afríku ekkert eftir. Eini munurinn er að í Suður Afríku snerist þetta um að vere hvítur eða ekki hvítur en í Ísrael snýst þetta um að vera gyðingur eða ekki gyðingur. Til dæmis eru hjónabönd gyðinga við fólk úr öðrum trúarhópum bönnuð í Ísrael. Reyndar hljóte engin önnur hjónabönd fulla viðurkenningu nema hjónabönd tveggja gyðinga.

Ráðstefna um kynþáttarfordóma og kynþáttahyggju í heiminum myndi láta mikið niður ef ekki væri fjallað um þetta.

Sigurður M Grétarsson, 20.4.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

AceR. Össur hafði að sjálfsögðu lítin áhuga á að fá ráðherra frá Ísrael í heimsókn til að láta hann færa sér lygaáróður Ísraelsstjórnar.

Höfum líka í huga að á sama tíma og Ísraelar ætluðu að senda ráðherra til Íslands til að tala fyrir sinni hlið málsins þá lokuðu þeir ráðamenn palestínumanna á Gasa inni í flóttamannabúðum þannig að þeir höfðu engan mögluleika á að senda mann frá sér til að útskýra sína hlið á málinu.

Sigurður M Grétarsson, 20.4.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson

Má þá af þessu skilja að fulltrúar Lýðveldisins Íslands móti hver fyrir sig stefnu og afstöðu landsins á alþjóðavettvangi? Er það þeim alveg í sjálfsvald sett hvað þeir segja og gera? Ef til vill hefur allt sem kallað hefur verið prótókóll verið látið sigla sinn sjó að fordæmi forseta þessa sama lýðveldis.

Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitið allir.

Sigurður M. Grétarsson: Þú talar mikið um Ísrael (sem nota bene er lýðræðisríki) en ekkert um Íransforseta. Ísraelsmenn eru engnir englar og ganga oft allt of hart gegn Palistínumönnum en það breytir engu um það að þeir eru umkringdir þjóðum sem vilja útrýma þeim. Er það kannski bara í lagi að þínu mati?

Guðmundur St Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 18:16

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru nú ekki allar þjóðirnar í kringum Ísrael, sem vilja útrýma þeim. Einnig er þetta spurningin um hvaða merkingu eigi að leggja í orðin að "útrýma Ísrael". Er þetta ósk um að drepa alla íbúa Ísraels eða er þetta ósk um að endurheimta það land, sem stolið var af aröbum til að stofna Ísrael og þar með afmá þjóðríkið Ísrael af landakortinu? Það er mikill munur á þessu tvennu. Sumir arabískumælandi menn vilja meina að það, sem Íransforseti hafi raunverulega sagt í gegnum tíðina sé það seinna.

Það er ekkert óeðlilegt við það hjá Aröbum að vilja fá land sitt aftur þó Sameinuðu Þjóðirnar hafi á sínum tíma lagt blessun sína yfir landránið.

Sigurður M Grétarsson, 20.4.2009 kl. 18:21

7 identicon

Hvað eru Íslendingar yfirhöfuð að senda fulltrúa á svona þing? Og hvernig geta þeir sem voru sendir þangað verið svo vitlausir að taka það sérstaklega fram að það var "þeirra eigin ákvörðun" að sitja undir rassistaræðu Írans?

Þau vestrænu lönd sem ekki tóku þátt (USA, Þýskaland ofl.) gerðu það eina rétta. Fulltrúar þeirra evrópulanda sem stóðu upp og yfirgáfu fundinn gerðu það næstbesta í stöðunni. En vitlausa Ísland ákvað að senda þriggja manna lið. Eh??? Eflaust skildu þau hvorteðer ekki hvað Íransforseti var að babbla.

Valgeir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:53

8 identicon

Mér finnst bara rugl að Íslendingar eða fulltrúi íslands hafi setið sem fastast yfir ræðu Írans forseta. Þetta er náttúrulega bara rugl.

Með bestu kveðju.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:39

9 Smámynd: Páll Jónsson

Hvað með það að Ahmedinejad afneitar helförinni og telur að gríðarstórt alheimssamsæri gyðinga tröllríði öllu Sigurður. Var það misþýðing líka?

Og þó að hjónabandslöggjöfin í Ísrael sé vissulega fremur fyrirlitleg þá hef ég hingað til ekki heyrt menn halda því fram að hjónaband tveggja kaþólikka eða tveggja múslima veiti nokkuð minni réttindi en hjónaband tveggja gyðinga.

Páll Jónsson, 20.4.2009 kl. 20:40

10 identicon

2000 f.k. Abraham fer frá Úr til Kanaan (Ísarel og Vesturbakkinn) og myndar nýtt ríki.

1500f.k. Ættingjar Abrahams flýa þurrka í Kanaan, til Egyptalands og eru gerðir að þrælum.

1200 f.k. Móses leiðir ættingja Abrahams í gegn um eyðimörkina og lifa þeir hirðingajalífi í Sinaieyðimörkinni í 40 ár.Smátt og smátt yfirtaka þeir lönd í Kanaan landi gegn harðri mótspyrnu filistea( pelishitim á hebresku = palestínumenn).

Palestínumenn voru í Kanaan landi þegar Abraham kom þangað fyrst og yfirgáfu ekki landið þótt þar væru þurkar.

Það hafa margar þjóðir ráðið yfir þessu landi í gegn um aldirnar.

Alexander mikli, Persar minst tvisvr. Rómverjar o.fl.

Hvenær myndast þessi eignarréttur á landi?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:07

11 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitin allir. Ég er auðvitað ekki sammála öllum en þannig er það nú bara :)

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband