Kiddi "Sleggja" II.

Nei Bjarni Harðar. Var þetta þá rétt hjá Framsóknarmönnum eftir allt saman? Þú sért villuráfandi og umkomulaus sauður? Bóksalinn á Selfossi virðist ætla að feta í fótspor Kristins H. Gunnarsson og taka hringinn í litrófi stjórnmálanna. Það er líka hægt að skila auðu Bjarni Harðar1 Maður þarf ekkert endilega að kjósa flokka - allra síst á vinstri vængnum.

Veistu það ekki Bjarni Harðar að með því að kjósa VG ertu að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf VG og Samfylkingar þar sem búið er að komast að niðurstöðu um að stuðla að þjóðaratkvæðagreiðslu (að vísu þarf stjónarskrárbreytingu til) um inngöngu í ESB?

Ég legg til að þú hugsir þinn gang. Farið upp í bóksölu og lesir Jón Trausta undir þjóðlegri tónlist, t.d. Vilhjálm Vilhjálmsson og þá sérðu vonandi eftir þessari vitleysu.


mbl.is Bjarni Harðarson styður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo hjartanlega sammála þér. Þetta er svo skrýtið. Ég meina afhverju getur fólk ekki komið sér í einhvern stjórnmála flokk og verið þar. Ég skil ekki alveg svona. Það er margt skrýtið í kýr-hausnum.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála þér Valli.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 10:33

3 identicon

Algjörlega ósammála ykkur báðum tveimur. Það hlýtur að vera Bjarna frjálst rétt eins okkur hinum að styðja þann flokk sem höfðar hvað mest til þeirra skoðana sem maður hefur. Mér finnst það lýsa mikilli heimsku að velja einn flokk og styðja hann ávalt áfram í blindni sama hvaða óhæfuverk hann kann að vinna og stríði gegn skoðunum manns.Það lýsir hugsun og hugrekki að geta skipt um skoðun. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er reyndar rétt Sigurður. Mér finnst samt "tendence" hjá sumum að "prófa" helst alla flokka. Maður getur stutt flokka og skipt um skoðun ekkert að því - ég geri það sjálfur - en svolítið öðruvísi þegar þú ert í framvarðarsveitinni. Þú býður þig fram til Alþingis undir merki ákveðins flokks og fólk kýs viðkomandi sem segir svo allt í einu bless, búið. Ég er farinn í annan flokk!

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband