Hvað er að gerast Michael?

Getur ekki Rokklistasafnið í Keflavík keypt þennan búning? Það myndi auka fjölda ferðamanna í bænum, sérstaklega frá Bandaríkjunum, og þar með gjaldeyri í landinu. Búningurinn ætti að geta tvöfaldað verðgildi sitt á 2-3 árum miðað við núverandi gengi dollars, verðlagsþróun, verðbólguspár, greiðslujöfnun og að því gefnu að ekki verði vanskil á greiðslu afborgana jöklabréfanna. Ég skora á ferða- og menningarráð Reykjanesbæjar að leggja fyrir formlegt erindi um kaupin til John Palsua, almannatengils Michael Jackson. Ef vel gengur gæti árangurinn verið það jákvæður að framkvæmdir gætu hafist fyrr við álverið í Helguvík.

Bad-búningur Jackson fer líklega á slikk, allavega miðað við árið 2007. Talað er um 6,6 milljónir. Fyrir utan kreppuna á Íslandi eru þetta verstu fréttir sem ég hef heyrt lengi.


mbl.is Bad-búningur boðinn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður. Við Íslendingar látum nú ansi oft finnst mér frá okkur svona góða sénsa eða boð. T.d. með búninginn hér að ofan. T.d. eins og með þessa fjármála kreppu sem nú geysar í heiminum. Þetta er nú meira ruglið. Við Íslendingar erum ekkert að gera til að ná okkur upp úr þessu feni. Það er nú bara þannig.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já þetta er hugmynd og trúlega bara nokkuð góð

G.Helga Ingadóttir, 2.5.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband