Gríðarleg þrautsegja ASÍ

Því miður er það svo að þetta úrræði, "Greiðsluaðlögun", sem forseti ASÍ er að hreykja sér af að hafa haft forgöngu um, nýtist langt í frá öllum sem eiga í vanda.

Það er hægt að ráða 1000 fjármálaráðgjafa en það skiptir ekki máli ef öll úrræðin sem stjórnvöld bjóða upp á eru til bráðabrigða. Fjármálaráðgjafar geta ekki gert kraftaverk ef lagaramminn er handónýtur.

Mér finnst þessi slagorð hans Gylfa bera meiri vott um að reyna að ná einhverju glötuðu "good-will" til baka fyrir hann persónulega og ASÍ sem er greinilega ekki að berjast fyrir heimli landsins - a.m.k. ekki fyrir þau sem eiga í vanda. ASÍ virðist styðja bráðabrigðalausnir samflokksmanna sinna í ríkisstjórninni.

ASÍ ætti að hora til Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem þetta hefur verið harðlega gagnrýnt.


mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Muggi minn.

Ég meina það er bara svo komið hjá mörgum að það eru margir að íhuga sjálfsvíg eða eitthvað alvarlegt vegna þessara mála. Þetta er rosalegt og maður hreinlega skilur ekki afhverju ráðamenn þessarar þjóðar eru ekkert að gera í málefnum heimilanna í landinu.

Það að fara í greiðslu aðlögun. Er eiginlega það sama og gjaldþrot. Þú færð hvergi fyrirheit í bönkum og það er allstaðar lokað á þann sem fer í þetta ferli. Þannig að ég meina er það einhver kostur að fara í greiðsluaðlögun. Ég held ekki. Ef ég segi alveg eins og er.

Þetta þarf allt saman að skoðast finnst mér.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 19:47

2 identicon

Úff spennan er alveg að fara með mig, ég get varla beðið til morguns. Hvor Gylfinn ætli vakni fyrr og grípi til aðgerða gegn heimilunum í landinu. þessi sem er í vinnu fyrir fjármagnseigendur alþýðunar eða þessi sem er í vinnu fyrir fjármagnseigendur Samfylkingarinnar?

OMG þetta er einn og sami maðurinn.... og hann vill esb í lið með sér gegn okkur

Toni (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi færsla er mótuð af pólitísku viðhorfi. Þarf nokkur maður að efast um að vinstri stjórnin reyni að fara allar bestu færu leiðirnar til að létta undir með fólki í vanda? Hvað mundi íhaldið gera? Eitthvað betra?

Það er ekki hægt að hjálpa öllum. Hefur aldrei verið hægt.

Gjaldþrot heimila eru engin nýjung á Íslandi. Því miður.

Björn Birgisson, 5.5.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég fagna öllum tillögum sem miða að því að leiðrétta kjör heimilanna.  Mér er sama hvaðan gott kemur.  Ég vil þó taka fram að mér hefur alltaf fundist greiðsluaðlögunarlögin hálf vitlaus.  Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýndu strax ýmis ákvæði í frumvarpi að fyrri lögunum, þ.e. greiðsluaðlögun vegna almennra lána.  Í veðlánafrumvarpinu er einnig margt furðulegt, þá sérstaklega þessi mikla krafa um að skera niður öll útgjöld fjölskyldunnar.  Þetta er einfaldlega bull og gengur ekki upp.

En það er þetta með þrautseigju ASÍ.  Ég hef ekki tekið eftir henni.  Ef eitthvað er þá hefur ASÍ talað gegn hugmyndum sem hafa miðað við að leiðrétta eignaupptökuna.  Hagfræðingar ASÍ hafa ráðist af hörku gegn hugmyndum Framsóknar, Tryggva Þórs, Lilju Mósesdóttur og Hagsmunasamtaka heimilanna svo tekið var eftir.

Ég bíð eins og aðrir spenntur eftir tillögum ASÍ og vona að þetta hafi ekki verið enn eitt upphlaup án innihalds.

Marinó G. Njálsson, 5.5.2009 kl. 20:57

5 identicon

Björn, ég er ansi hræddur um að aðgerðir stjórnvalda miðist við það að gera heimilunum kleift að hjálpa bönkunum eftir fremsta megni (eða til síðasta blóðdropa), en ekki öfugt. 

Og auðvitað á almenningur í landinu að hætta að greiða af lánunum með samstilltu átaki þar til kröfum um leiðréttingu er mætt að fullu. Ef bankamálaráðherra og nafni hans hjá así skilja þetta ekki þá fara bankarnir bara einfaldlega aftur á hausinn.

Krafan um leiðréttingu og yfirvofandi málshöfðun gegn gömlu bönkunum lækka að öllum líkindum virði þeirra eigna sem Íslenska ríkið ætlar að kaupa úr þrotabúi þeirra.

Það má spyrja sig að því hvort einhver annar sé tilbúinn að kaupa þessi veðlán úr þrotabúinu en ríkið, og hvort ríkið eigi nokkuð að vera kaupa þessar baneitruðu tímasprengjur þegar engin annar er kaupandinn að þeim.

Toni (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:10

6 identicon

Gylfa alþýðuhetju er núna telft fram þegar hættan á greiðsluverkfalli virðist geta orðið að raunveruleika. Hans hlutverk er auðvitað að "setja hnefann í borðið" og "krefjast" aðgerða til "bjargar" heimilunum. Nú standa allir á öndinni og býða eftir hvað Gylfi bankasmiður gerir og greiðslufallinu er frestað um sinn.

Þetta leikrit hefur verið sett á svið nokkrum sinnum áður í sögunni en ég vona að í þetta sinn fái það þann dóm gagnrýnenda sem það á skilið.

Toni (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:22

7 Smámynd: Björn Birgisson

"Og auðvitað á almenningur í landinu að hætta að greiða af lánunum með samstilltu átaki þar til kröfum um leiðréttingu er mætt að fullu."

Toni, óttalegt bull er þetta. Hjálpa bönkunum? Við verðum að hafa þokkalega banka og íbúðalánasjóð í þessu samfélagi. Ruglið er staðreynd. Allir tapa. Einstaklingar og lánastofnanir. Engin lausn leysir vanda allra. Því miður. Engar galdralausnir til. 

Björn Birgisson, 5.5.2009 kl. 23:33

8 identicon

Björn, ég er ansi hræddur um að við þurfum að snúa dæminu við vegna aðstæðna. Gömlu bankarnir eigendur þeirra og stærstu viðskiptavinir, sem margir voru reyndar eigendur þeirra einnig, höguðu sínum viðskiptum með krónuna þannig að hér fór af stað óðaverðbólga sem hlóð verðbótum á verðtryggð lán almennings, verðbætur sem nú bera vexti sem ætlast er til að lántakendur greiði. Ég þarf varla að minnast á virði krónunar eftir þessa meðferð og þá stöðu sem lántakendur gengistryggðra lána eru í.

Þegar ég segi að dæminu þarf að snúa við meina ég að ef bankarnir geta ekki starfað nema með því að innheimta að fullu þau lán sem fengu þessa óverðskulduðu og ófyrirsjáanlegur hækkun á sig hafa þeir varla nokkurn rekstrargrundvöll. Það er ekki hlutverk heimilana að halda uppi bönkunum við þessar aðstæður. Þetta verða menn að skilja.

Toni (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:04

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég velti fyrir mér setningum eins og "að leiðrétta lán" . Kanski er ég einfeldningur en lán sem maður tekur af frjálsum og fúsum vilja þarf að greiða fyrr eða síðar. Ef á að "leiðrétta lán", þarf væntanlega einhver að borga brúsann, eru það þeir sem ekki hafa tekið lán ? Eða eru einhverjar óopnaðar gullkistur sem við vitum ekki um ?

Varðandi Gylfa: Þá er ég hjartanlega sammála Guðmundi, þetta eru upphrópanir, af hverju ekki 25000 ráðgjafa ?

Finnur Bárðarson, 6.5.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband