Ólafur - Óþarfur?

Ég lofaði sjálfum mér að blogga a.m.k. vikulega um átakanlega þögn þjóðhöfðingja okkar þessa dagana þangað til hann hefur upp raust sína. Ef ég vissi ekki betur teldi ég Bessastaði eyðibýli.

Forsetaembættið hefur frá fyrstu tíð verið s.k. "sameiningartákn þjóðarinnar." Forsetinn sameinar þjóðina ekki síst þegar á reynir. Ég tel t.d. að frú Vigdís Finnbogadóttir hafi gert það einstaklega vel þegar snjóflóðin fyrir vestan urðu mörgum Íslendingum að fjörtjóni. Og nú reynir svo sannarlega á íslenska þjóð. Þúsundir Íslendinga eiga erfitt. Í fréttum áðan var t.d. talað um 100% aukningu í starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands. Aukning er í kirkjusókn. Fjöldi atvinnualausra er 9% og gengi/verðtrygging hefur étið upp eignamyndun fólk. Fjöldi manna - landar Ólafs Ragnars- þjáist vegna þessa.

Og hvar er forsetinn okkar?

Jú hann er að heimsækja leikskóla eða íþróttaæfingar barna og unglinga. Það er gott og blessað en ekki nóg í íslenskum veruleika í dag. Hann þarf að "hitta" fullorðna fólkið líka. Ólafur þarf að tala til landa sinna eins og aðrir þjóðhöfðingjar gera þegar á bjátar. Tilefnið er ærið, efnahagslegar hamfarir - þær mestu í vestrænu ríki frá kreppunni miklu. Þjóðhöfðingjar hafa ávarpað þegna sína af minna tilefni.

Það heyrist ekki orð frá forseta vorum. Ekki eitt lítið ávarp til þjóðarinnar á erfiðum tímum. Kannski er komin hefð á það að forsetinn ávarpi þjóðina bara 1. janúar ár hvert. Við verðum kannski að bíða til 1. janúar 2010 að Ólafi Ragnari tali til þjóðarinnar næst?

Ég vona ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvort að forsetinn eigi að blanda sér í dagleg tök sem lýðræðislega kjörin ríkisstjórn á og er að sinna.

Fyrst við erum með þannig kerfi.

Ég hef verið svolítið hrifinn af franska kerfinu; þar sem æðsti maðurinn er kosinn beinni kosningu til þess að standa í brúnni og standa eða falla með sínum ákvörðunum.

Hann myndi þá helga sig starfinu og allar ábyrgðarlínur yrðu skírari.

(Þjóðin gæti síðan alltaf sagt honum upp með ákveðnum fjölda undirskrifta ef henni ofbyði eitthvað)

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir þetta Jón. Ég er ekki að tala um að ÓR taki afstöðu til aðgerða eða ekki aðgerða ríkisstjórnarinnar. Bara að uppörva þjóðina á erfiðum tímum - that´s all.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég er því miður búin að missa álitið sem ég hafði á Ólafi Ragnari Grímssyni og ég vona að hann hætti sem fyrst.

Hann er í þagnarbindindi núna því hann fór yfir strikið í vetur eins og þú sjálfsagt manst betur en ég.

Flott mynd en hinar voru flottari og það verður gaman að fylgjast með myndasýningunni.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk fyrir að lesa mína síðu og skrifa góð orð til mín.Kæri bróðir

Guð/Jesús blessi þig og þitt fólk

Kær kveða Gulli Dóri                                 

       (Manchester United eru bestir)

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 7.5.2009 kl. 00:06

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Rósa. Ég tek sko mark á þér. Það kemur upp ný mynd á morgun. Guð blessi þig!

Guðmundur St Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 00:07

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk kærlega fyrir innltið Gulli Dóri minn.

Sem Púllari verð ég að játa að MU eru sterkari í vetur. Guð blessi þig ríkulega.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 00:08

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Myndin er mjög flott. Stuðlaberg er mjög fallegt en myndin hefði notið sín betur ef það hefði sést meira, tekin úr meiri fjarlægð. Allt sem guð hefur skapað er fallegt og stuðlaberg er þar engin undantekning.

Hinar myndirnar voru algjör snilld og erfitt að toppa þær.

Áfram Manchester United.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.5.2009 kl. 00:13

8 identicon

Sæll Muggi, ég er sammála þér með að þögn Óla Gríss er æpandi á þessum tímum. Ég hef samt áhyggjur af því að þú telur að trúarbrögðin, og þá sérstaklega ríkiskirkjan, sé það sem helst ber að verja í því ástandi sem við erum í núna, við Íslendingar

Baddi fáf (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:30

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitið Baddi. Ég tel reyndar að það þurfi að standa vörð um þjóðkirkjuna (ekkert endilega önnur trúarbrögð sko) - það er rétt hjá þér - enda er hún að sinna ómetanlegu starfi þessa dagana, sérstaklega í sálusorginni. Það þarf að standa vörð um margar grunnstoðir okkar þjóðfélags í dag um það erum við sammála. Við þurfum ekkert endilega að vera sammála um kirkjuna Baddi. Þetta er bara mín einlæga skoðun og trú. Þú þarft samt ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu :)

Guðmundur St Ragnarsson, 8.5.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband