Fáum manninn framseldan til Íslands

Liggur ekki í augum úti að verði hinn breski PM dæmdur fyrir fjármálasiðferðisbrest að íslensk stjórnvöld fái hann framseldan hingað til lands. Hann hefur jú gerst sekur um landráð á Íslandi enda þótt hann sé breskur þegn. Ef hann verður framseldur - sem ég geri ráð fyrir að "Sérstaki" saksóknarinn sjái um - geri ég það að tillögu minni að hann fái ekki að nota rúm með góðri dýnu sem ÁJ útvegaði á Kvíabryggju hérna um árið.

Þegar ég horfi á Mr. Brown trúi ég ekki orði sem hann segir. Mér finnst alltaf einhvern veginn að hann sé að ljúga. Er þetta kannski bara ég eða hvað?


mbl.is Svindlaði Gordon Brown?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála áliti þínu á Brown. Mér hefur fundist maðurinn frá fyrstu tíð ótrúverðugur og "óekta".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Fæ hroll eftir það sem hann og Darling gerðu okkur Íslendingum sl. okt. Ég vil að Íslendingar fari í mál við þessa glæpamenn. Skil ekki alveg forráðamenn hér á Íslandi að láta svona lagað yfir sig ganga án þess að reyna ekki að glefsa í þetta lið á móti. Fúll á móti.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.5.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að Bretar geti hugsað sér að fá IceSafe pakkið framselt. Myndi styðja það heilshugar.

Finnur Bárðarson, 8.5.2009 kl. 15:28

4 identicon

Sæll Muggi minn.

Þakka þér kærlega fyrir hittinginn á áðan. Það var gaman að hitta þig.

En með Brown. Ég veit ekki hvað skal segja. Setti hann ekki hryðjuverkalög á okkur. Er það ekki nóg. Er ógeðið ekki nægt. Það held ég.

Hafðu góðan og ljúfan dag.

Bestu kveðjur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:39

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk sömuleðis Valli. Mjög fínt að hitta þig :)

Guðmundur St Ragnarsson, 8.5.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband