Áskorun: Ásta Ragnheiður stofni tríó með Árna Johnsen og Sigmundi.
17.6.2009 | 01:15
Góðir Íslendingar.
Ef einhver hafi haldið að Alþingi væri stofnun þar sem skynsamt fólk og yfirvegað vinnur við lagasetningur er um regin misskilning að ræða.
Alþingi er málfundastofa fyrst og fremst þar sem sett er á fót fyrir okkur almenning ákveðið leikrit sem engu breytir eða skilar. Jæja ok kannski tek ég of djúpt í árinni. Leikrit þar sem árangrinn er lítill um þessar mundir og kemur seint. Mjög seint.
En Alþingi er annað og meira. Alþingi er einnig tónlistarhús. Nú í dag hljómaði bjölluhljómur í takt við þétt stjórnmálarapp Sigmundar Davíðs. Það vantaði bara að Sigmundur og Ásta Ragnheiður færu í "street fight" eins og í dansaragengi í New York. Ég sé líka fyrir mér að ef Árni Johnsen mætir með gítarinn er komið flott band sem gæti meikað það á erlendri grundu. Ásta slær í bjöllu (svona pínu nýaldarlegt), Sigmundur Davíð rappar með fallegu djúpu röddinni sinni og Árni með gítarsóló.
Geisp. Nei þetta Alþingi maður...
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Facebook
Athugasemdir
Virðing alþingis ha...Ásta Ragnheiður er nú gömul Framsóknarfrekja. Nú uppfull af ofstæki forsjárhyggjunnar. Hún á eftir að afhjúpa vanhæfni sína enn frekar í því nýja grínhlutverki sem hún veldur ekki.
Þorri Almennings Forni Loftski, 17.6.2009 kl. 04:22
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 09:08
Líst vel á þetta. Keep on.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:14
Góð hugmynd, þau myndu slá í gegn :)
Vilma Kristín , 17.6.2009 kl. 10:15
Í þeim gömlu átthagafjötrunum heima
Flower, 17.6.2009 kl. 15:30
Sæll og blessaður
Fjör á Alþingi. Ásta Ragnheiður algjör bjöllusauður sem ætti að vanda sig í því mikla embætti sem henni var falið.
Vona að þetta lið á Alþingi fari að vinna fyrir kaupinu sínu þó lágt sé.
Nú á hátekjufólk sbr. öryrkjar og ellilífeyrisþegar að lækka í launum. Tími til komin, við höfum haft það svo gott.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2009 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.