Hagsmunamat ráðherrans Möller

Það er með miklum ólíkindum að samgönguráðherrann Kristján Möller telji meira áríðandi að bora gat í gegnum Vaðlaheiðagöng heldur en að tvöfalda Suður- og Vesturlandsveg. Hræðileg slys, þ.m.t. banaslys hafa verið á báðum þessum vegum undanfarin ár og er furðulegt að þessir þjóðvegir hafi ekki verið tvöfaldaðir fyrir margt löngu.

Ráðherrann er að vanvirða minningu þeirra sem farist hafa í slysum á vegum þessum og aðstandendur þeirra með því að setja umbætur þar ekki í öndvegi og algjöran forgang umfram aðrar vegaframkvæmdir.

Þarf fleiri banaslys á þessum vegum svo ráðherrann vakni? Ekki setja kjördæmið þitt ofar mannslífum ráðherra Möller!


mbl.is Funda með samgönguráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Svo sammála.  Ég bara skil þetta ekki.  Ég er eiginlega hætt að þora útá þessa þjóðvegi eins og staðan er núna.

Vilma Kristín , 1.7.2009 kl. 13:30

2 identicon

Sæll Muggi minn.

Ég hef oft lent í hrakningum á þessu priki "vegi" þ.e. á milli Reykjavíkur og Selfoss. Ég hef sem betur fer engan slasað. En ég hef oft velt bílnum mínum og svona þarna á milli. Og hvers vegna ætli það hafi skeð. Það hefur verið vegna þess m.a. að vegurinn hefur verið svo slæmur þarna á milli. Ég er heppinn að vera á lífi í dag. Ég hef oft þurft að hringja í 112 og biðja um aðstoð þarna á þessum vegkafla. Það á að tvöfalda þennan vegakafla STRAX. Ekki seinna en núna.

En flottur pistill hjá þér. Takk Muggi minn.

P.s. Þurfum við ekki að fara að heyrast bráðlega?

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband