PDG flokkurinn í Gabon tekur tímamótaákvörðun.

Ég hef gaman af erlendum fréttum, sérstaklega þeim jákvæðu. Mér finnst gaman að fræðast um það sem gengur á í heiminum enda góð tilbreyting frá endalausum neikvæðum kreppu-, Icesave- og ESB fréttum hér á landi.

Ég hef gaman af því að fræðast um Afriku og það sem máli skiptir í þeirri heimsálfu. En þótt ég reyni að leggja mig allan fram get ég með engu móti skilið hvaða máli mbl.is telur það skipta fyrir íslenskan almúga þótt PDG flokkurinn í Gabon hafi ákveðið að staðfesta að Bongo yngri verði frambjóðandi í forsetakosningum þar í landi í ágúst.

Hvaða máli skiptir það fyri Jón eða Gunnu á Íslandi hvort flokksþing þessa annars ágæta flokks í þessu annars ágæta landi verði haldið á sunnudag. Sjáið þið fyrir ykkur að það hafi t.d. verið frétt í Gabon fyrr á þessu ári að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ákveðið að bjóða sig fram sem formaður Framsóknarflokksins? "Ali Ben, veistu að Hr. Gunnlaugsson hefur ákveðið að bjóða sig fram sem formaður Framsóknarflokksins á Íslandi" segir eiginkona Ali við morgunverðarborðið, lesandi gabonska Moggann. "Já elskan, mjög áhugavert. Er hann ekki fyrrverandi fréttamaður á RÚV" svarar Ali Ben um hæl. NEi, þetta eru ólíklegar kringumstæður.

En ég verð að viðurkenna að eftir að hafa "gúgglað" PDG flokkinn í Gabon (sem er líklega meira en blaðamaður mbl.is gerði sem hefur líklega copy/paste þessa frétt úr erlendum fréttamiðli af gífurlegum áhuga) er ég nú margs vísari um flokkinn, Parti Démocratique Gabon (stofnaður 1970).

En ef mbl.is ætlar á annað borð að koma með fréttir af mönnum og málefnum í Afriku má ég vinsamlegast biðja um aðeins áhugaverðari fréttir en af Bongo og Bongo og flokksþingi PDG flokksins. Það er örugglega af nógu öðru að taka í þessari fallegu og áhugaverðri heimsálfu.

Takk fyrir.


mbl.is Bongo í stað Bongo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Algjörlega sammála þér. Fyndin færsla. Fyrir nokkrum dögum sigldi hér inn fjörðinn norskur prammi með 10 mjöltanka. Ég sá í fréttum hjá mbl.is þegar pramminn lagði af stað en enga frétt um að þetta stórvirki hefði tekist þegar pramminn var búinn að ná áfangastað. Surprise.

Skrýtin forgangsröðun: Bongo um Bongo........Bingó

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2009 kl. 22:10

2 identicon

Sæll Muggi minn. Langaði bara að senda þér kveðju. Eigðu góðar stundir um helgina og njóttu hennar vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitiið kæru vinir

Guðmundur St Ragnarsson, 25.7.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband