Áhugasamir fjárfestar

Ég er að reyna að átta mig á þessari frétt frá viðskiptadeild mbl.is. Hún er svona í stuttu máli: Dularfullir og ónafngreinir aðilar hafa samband við einkafyrirtæki, þ.e. Kaupás (Nóatún) og vilja kaupa fyrirtækið. Þeir fá gögn en ekkert varð af sölunni. Hver er fréttin? Mér sýnist þetta frekar líkjast auglýsingu um fyrirtæki til sölu en ekki frétt.

Skrýtin fyrirsögn líka með þessari frétt. Fjárfestarnir voru samt ekki áhugasamari en svo að þeir keyptu ekki!


mbl.is Fjárfestar áhugasamir um verslanir Nóatúns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Muggi. Hvað skuldar Nóatún? Hvað á Nóatún? Eiga þeir þokkalega bót fyrir boruna á sér? Ég býð 10 þúsund kall!

Björn Birgisson, 12.9.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég hef ekki svör við þessum spurningum en mér finnst að þú eigir að eignast Nóatún fyrir hámark 10 þúsund íslenskar. Ekki spurning :)

Guðmundur St Ragnarsson, 12.9.2009 kl. 23:24

3 identicon

Þetta er allt sauð spillt, allir þessir gaurar. Svo gengur maður sjálfur inn í banka og biður um 50.000 kall en þá er sagt nei. En svo geta sumir verið að fá miljónir og miljarða í lán. Þetta er allt í ruglinu held ég Muggi minn.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 15:00

4 identicon

Eru þetta ekki eigendurnir sjálfir, hverjir svo sem þeir í raun eru, sem eru að reyna að skapa sér stöðu með fyrirtækið til sölu. Þetta er jú þekkt merki með viðskiptavild og alles. Sá sem kaupi breytir síðan búllunni í lágvörukeðju og fer að selja skítblönkum almúganum kjötfars og nautahakk blandað með hrossakjöti og soja!!

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband