Fyrst norskur seðlabankastóri - nú þetta?

Megum við Íslendingar ekki eiga neitt út af fyrir okkur lengur. Eitt helsta menningarvígi Íslands er nú fallið. Takk Mjólkursamsala! Farið er að selja íslenskt skyr í Noregi! Skyr er reyndar eingöngu íslenskt. Ef ég þekki Norðmenn rétt hætta þeir ekki fyrr en þeir verða búnir að telja sjálfum sér trú um að skyr sé norskt að ætt og uppruna sem og að auglýsa það út á við. Alveg eins og þeir reyndu að stela Leifi Eiríkssyni frá okkur.

Íslenska fótboltalandsliðið gerði aðeins jafntefli við skítlélegt norskt lið sem gæti ekki unnið norska kvennalandsliðið á góðum degi. Við erum umvörpum farin að flytja aftur til gamla landsins. Einn æðsti embættismaður landsins var norskur (nýhættur þó blessunarlega). Norðmenn ætla að vinna olíuna okkar á Drekasvæðinu. Geir Hilmar Haarde og Siv Friðleifsdóttir eru norsk að uppruna. Og hvað hafa allir þessir Norðmenn verið að gera hjá Liverpool? Það mætti segja mér að Norðmenn séu að taka yfir okkar þjóðfélag smátt og smátt án þess að við tökum eftir því.

Verður maður ekki að fara að æfa sig og segja "heja Norge"?


mbl.is Skyr slær í gegn í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir sletta sennilega skyrinu sem telja sig eiga það! Við Íslendingar eigum að fullvinna afurðir okkar að svo mikklu leyti sem við getum hér heima, t.d fiskinn,álið ofl eitt dæmi er síldinn sem seld var til sverige t.d til fyrirtæki í eigu ABBA pakkaði og fullvann þar í sverige og kallaði Íslandsíld. Ef grannar okkar slefa yfir afurðum okkar geta þeir bara keypt af okkur fullunna vöru. Vonandi ber okkur gæfa til að fara aldrey í EU, eins og samspillinginn ætlar okkur !!!

Alex (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að hafa allan vara á þegar Norðmenn eru annarsvegar. Þeir eru lævískir og falskir. Þeir gera ólíkar kröfur á aðrar þjóðir eftir því hvort þeir telja sig geta litið niður til þeirra eða þurfa að líta upp til þeirra.

Ekkert "heja Norge" hér!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2009 kl. 19:51

3 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála þér Muggi minn. Þetta er ömurlegt að við getum ekki haft þetta í friði. En svona er ísland í dag. Þetta er allt einhver eintóm spilling.

Gangi þér vel vinur áfram.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 19:58

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er bísna kaldhæðin færsla hjá þér Guðmundur. Mér finnst alveg frábært að skyrið skuli vera að slá í gegn hjá þeim í Norge. Þetta er holl og góð vara og ég get vel unað nágrönnum mínum að fá sér smakk við og við.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.9.2009 kl. 20:41

5 identicon

Ég var í Noregi í sumar og varð ekki var við skyr. Þeir meiga hafa skyrið en ef ég fæ að hafa hákarslinn í friði þá er þetta í góðu mín vegna.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:53

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta fer að verða ansi þrúgandi.

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 16:46

7 Smámynd: Páll Jónsson

Þetta er allt samsæri Norðmanna, eins og Örn er oft búinn að segja okkur í Spaugstofunni

Páll Jónsson, 12.9.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband