Samtök fjármálafyrirtækja lýsa upp skammdegið

Það er mikil þörf á því að vekja athygli á þeirri ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga úr götulýsingu og auka myrkrið enn frekar í skammdeginu. Annars er hætta á því að fólk verði of bjartsýnt í kreppunni.

Ég var að keyra Kringlumýrarbrautina (til norðurs) á milli Garðabæjar og Kópavogs ca 10:15 í morgun þegar skyndilega dimmdi ákaflega og öll ljós slökknuðu. Ég hélt fyrst að dómsdagur væri kominn en það gat ekki verið því árið 2012 er ekki komið. Ástæðan var þá sú að Hanna Birna vill spara pening og draga úr óþarfa lýsingu á götum borgarinnar yfir vetrartímann. Ég komst þó klakklaust á leiðarenda þótt myrkrið grúfði yfir borginni og eirði engu.

Ég skil vel að spara þurfi hjá borginni. Mér finnst líka að það ætti að skipta út öllum 40w perum á skrifstofum kjörinna borgarfulltrúa hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu og notast við 15w perur í staðinn. Með þessu væri auðveldlega hægt að spara allt að 100.000 þúsund á ári.

Mér finnst skemmtilegt að SFF (Samtök fjármálafyrirtækja) séu að vekja athygli á þessari staðreynd en ekki hagsmunaaðilar eins og Vegagerðin, lögreglan, FÍB eða aðrir. Í fréttinni segir reyndar að innan SFF séu tryggingarfélög en þetta hljómar eitthvað skrýtið. Eru ekki til hagsmunasamtök tryggingarfélaga?


mbl.is Segja sparnað í lýsingu skapa hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Langt síðan að ég hef lesið pistil frá þér og ég viðurkenni að ég hef saknað þess.

"Ég hélt fyrst að dómsdagur væri kominn en það gat ekki verið því árið 2012 er ekki komið."

"Mér finnst líka að það ætti að skipta út öllum 40w perum á skrifstofum kjörinna borgarfulltrúa hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu og notast við 15w perur í staðinn." Fyndin tillaga. Ég myndi nú vilja hafa 75 wött en þú ert ekki ennþá kominn á þann aldur eins og ég að það er aldrei nógu bjart til að t.d. lesa.

Það er búið að vera fellibylur hér á blogginu en hann er í rénum.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flott mynd sem þú ert með efst á blogginu. Það er bjart yfir þar.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 20:49

3 identicon

Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þeim. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur bæði gangandi og akandi. Það held ég allavega. Fólk sér minna og verr og þar af leiðandi verða kannski fleiri slys. Það held ég allavega.

Takk fyrir að skrifa um þetta Muggi minn.

Eigðu góða tíma framundan vinur og Guð veri með þér.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitið kæru vinir. Já þessi mynd af af Þórðarhöfða norðan Hofsós í vetrarbúningi. Móðurættin er þaðan og Höfðaströndin ein fallegasta sveit landsins.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sennilega væri betra að koma með dagljósaperur til að auka fólki bjartsýni, í stað þess að auka vægi skammdegisins hér hjá okkur norður við Heimskautsbaug. Svo hefði Hanna Birna getað farið milliveginn og fært ljósnemana minna til í staurunum hjá sér. Það er mörg matarholan þegar vel er gáð. Góða helgi Muggi og gott að fá þig aftur inn á bloggið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2009 kl. 18:28

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góð tillaga Fríða og ég er algjörlega sammála. Takk fyrir innlitið :)

Guðmundur St Ragnarsson, 5.12.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband