Jæja Benítez. Alltaf í boltanum?

Ég get bara varla horft upp á þessa hörmung lengur og votta Liverpool bræðrum og systrum samúð mína. Okkar mönnum tekst ítrekað á ótrúlegan hátt að fara niður á sama plan og léleg lið, sérstaklega á útivelli. Ég horfi á leikinn áðan og það var beinlínis átakanlegt að sjá hvað Liverpool menn hafa litla trú á sjálfum sér.

Senjorinn nær ekkert meira út úr þessu liði ég held að flestir átti sig á því. Ég kalla það gott ef liðið nær 4 sætinu í deildinni næsta vor þótt maður haldi í þá veiku von að þeir verði í baráttunni um FA bikarinn. Það vonda við að reka Benítez nú er að þá fer Torres og borga þarf Rafa út margra ára samning.

Við Púllarar verðum bara að "feisa" að það eru bara 4 heimsklassa leikmenn í liðinu: Gerrard, Torres, Reina og Johnson sem var langbesti maður Liverpool í dag. Það dugar hreinlega ekki til að halda í við Chelski og Manjú.


mbl.is Stórsigur hjá United - Markalaust hjá Liverpool - Sigur hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottir Manchester. Alltaf bestir.

Alex að gera flotta hluti með sína menn. Frábært.

Eigðu gott kvöld Muggi minn og heyrumst í næstu viku.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alltaf gaman að sjá þig hérna Valli NEMA ÞEGAR ÉG BLOGGA UM LIVERPOOL :) :) :).

Heyrumst.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.12.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband