Eva Joly og sérstakur saksóknari efnahagshrunsins

Er það ekki ótrúlegt, góðir Íslendingar, að þáttastjórnandi í sjónvarpi (Egill Helgason) hafi haft frumkvæði að því að fá Evu Joly til landsins. Afdráttarlaus hreinskilni hennar og þekking varð svo líklega til þess að ríkisstjórnin réð hana sem ráðgafa. Þetta frumkvæði Egils ber að þakka. Ég fylgist alltaf með þáttunum hans og þar hefur átt sér stað mikilvæg umræða sem ella hefði líklega ekki átt sér stað. Takk fyrir þetta Egill!

Eva Joly sagði það hreinan barnaskap að eingöngu séu 4 starfsmenn hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins. Þeir þyrftu AÐ LÁGMARKI að vera 20. Um þessar mundir er þó verið að fjölga um einn. Ég endurtek EINN!

Hvernig má það vera að það þurfi alltaf útlendinga til að hafa vit fyrir ráðamönnum þjóðarinnar. Af hverju þarf útlendan embættismann sem talar hreint og beint út svo ráðamenn hlusti og framkvæmi? Máttu þeir ekki vita þetta sem frú Joly sagði? Embætti sérstaks saksóknara er líklega mikilvægasta embætti landsins í dag. Það að vel takist til hjá því embætti kann að skipta miklu um heill þjóðarinnar og að réttu mennirnir verði dregnir til ábyrgðar og að sátt náist í samfélaginu.

Þessi vinnubrögð sanna svo ekki verður um villst að þeir höfðu rétt fyrir sér frá upphafi sem vildu fá óháða erlenda aðila strax til rannsóknar á efnahagshruninu. GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ.

Kveðja,
Muggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband