Áfram Hvöt! Góð byrjun.

Hvatarmenn hófu keppni í Lengjubikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla um helgina er þeir léku við lið Reynis frá Sandgerði. Leikið var í Kórnum en leikurinn fór fram í gær. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þeim síðari komust Hvatarmenn yfir á 48. mínútu, er nýr leikmaður Hvatar Hjörvar Hermannsson skoraði. Hjörvar var aftur á ferðinni á 56. mínútu og það var síðan Aron Bjarnason sem skoraði síðasta Hvatar og síðasta markið í leiknum á þeirri 66. mínútu. Fleira markvert gerist ekki í leiknum.

Fyrst Liverpool og svo núna Hvöt. Ég held vart vatni yfir þessum árangri.

Kveðja,
Muggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nákvæmlega. Og ekki spillir rauði liturinn.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband