Hressandi frétt á mbl.is (svona á þessum svartsýnistímum...)!

Nei nú er mér öllum lokið. Ég sem hélt að við 27 ára aldurinn færi maður upp á við í þroska, greind og almennum andlegum hæfileikum. Nú er búið að sanna að við þessi stóru tímamót, þ.e. að verða 27 ára, liggur leiðin niður á við, sbr. fréttin á mbl.is.

Þetta þýðir að ég, sem er tæplega fertugur, er orðinn örkumlaður andlega. Í heil þrettán ár hef ég verið að hnigna andlega. Það er líklega ekkert skýtið að svona mikið bull kemur upp úr manni eftir þessa vísindalega sönnun.

Takk mbl.is fyrir að hressa mann í skammdeginu!

Kveðja,
Muggi.


mbl.is Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega allt búið hjá mér. Bless.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Er ekki meiri munur á efni og anda en að andann sé hægt að greina efnislega?

Hrannar Baldursson, 17.3.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband