Hver er þessi Crouch?

Það hefur ekki komið mikið út úr hinum 2 metra háa Peter Crouch eftir að hann hætti hjá Liverpool. Hann er samt ennþá í landsliðinu. Hann getur þó verið svona "super-sub" sérstaklega ef það þarf að jafna metin og hinn ítalski Capello vildi láta dæla háaum boltum inn í teiginn.

Mér finnst þó þessi langalengja ekki eiga heima í landsliðinu - ekki heldur þegar hann var með Liverpool.


mbl.is Hæpið að Crouch og Phillips spili gegn Slóvökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Ég er mjög ósammála þér með þessa gagnrýni á Crouch.

Hann nýtur oft ekki sannmælis vegna útlitsins og kjánalegra hreyfinga en hann er mjög góður leikmaður að mínu mati.

Ef þú berð hann  tildæmis saman við  þann leikmann Englendinga sem margir vilja meina að sé besti sóknarmaður þeirra þá kemur nú ýmislegt forvitnilegt í ljós.

Wayne Rooney: Landsleikir=48-Mörk=19.

Peter Crouch: Landsleikir=31-Mörk=14.

Tölfræði Crouchér þarna betri þó svo að tölfræði Rooney sé alls ekki slæm.

Einnig er Crouch með 11 mörk í deildinni það sem af er tímabils meðan Rooney er með 9.

Með þessu er ég alls ekki að segja að Crouch sé betri leikmaður en Rooney,eingöngu að benda á það að þó hann sé hálf kjánalegur á velli þá er hann engu að síður góður leikmaður sem skorar mörk reglulega.

Reynir Elís Þorvaldsson, 26.3.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þér tókst að fá mig til að sýna Mr. Crouch meira umburðarlyndi og skilning Reynir :) Svo er hann reyndar góður breakari.

Kv. Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 10:50

3 identicon

Flottur pistill. Hafðu það sem best í dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Við skulum ekki vanmeta Crouch

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 16:00

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

En eitt er á hreinu frændi, hann hefði nýst okkur betur og reddað okkur fleiri stigum en hinn ágæti Íri sem krulluhausinn Parry ákvað að eyða rúmlega 20 millum í sl. sumar!!!

Magnús Þór Jónsson, 26.3.2009 kl. 16:57

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mikið rétt Maggi :)

Guðmundur St Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband