Ó, Reykjavík, borg hinna rauðu ljósa...

Mér er fyrirmunað að skilja hvað verkfræðingar í Umferðarljósadeild Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar eru að gera i vinnunni. Hvort sem ekið er á löglegum eða ólöglegum hraða (ég myndi neita fyrir rétti að ég keyrði of hratt) lendir maður alltaf á rauðu ljósi. Ok kannski ekki alltaf en næstum því alltaf. Kannski er ég í ruglinu enda sveitamaður og ekki alinn upp við umferðarljós. Kannski er þetta allt misskilningur í mér? En kannski ekki?

Ég keyri daglega í vinnuna úr hinum fallega Vesturbæ til Kópavogs þar sem gott er að búa. Á leiðinni þangað keyri ég af Miklubraut og austur á Bústaðaveg. Við fyrstu ljósin þar stöðvast yfirleitt margir bílar og mun fleiri en keyra af Snorrabrautinni og áfram Bústaðarveg. Samt er það þannig við næstum umferðarljós í ca 200-300 m fjarlægð við Slökkvistöðina að þeir sem koma af Miklubraut lenda nánast alltaf á rauðu ljósi. Það er afar pirrandi. Tíu, tólf bílar bíða því í ca hálfa mínútu en einn eða tveir keyra yfir gatnamótin hinu megin frá. Skynsamlegt?

Á tímum kreppu og olíusparnaðar. Elsku verkfræðingar í Umferðarljósadeild Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Getið þið lagað þetta þannig að þar sem mesta umferðin er - hún fái mest og best BRAUTARgengi hjá ykkur? Að Miklubraut, Sæbraut o.fl. stofnæðar séu með umferðarljós stillt til þæginda þannig að umferðin líði fallega áfram á grænu ljósi. Þeim pening er vel varið að láta mestu umferðina komast sem auðveldast á milli staða í stað þess að menga umhverfið við hver einustu umferðarljós.

Ég hata umferðarljós!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér. Ljósin hérna á höfuðborgarsvæðinu eru alveg fáráanlega stillt. Maður kemur að einum ljósum á grænu en svo eftir svona 500 m. þá eru önnur ljós og þá er rautt. Þetta er náttúruelga bara eitthvað vanstillt hér á höfuðborgarsvæðinu. En þetta er nú bara mín skoðun.

Eigðu gott kvöld og góða nótt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband