Þögn Ólafs Ragnars og Jóhönnu Sigurðardóttur þrúgandi

Ég mun endurtaka neðangreint blogg mitt sem birtist fyrir viku, vikulega þangað til ég heyri í Bessastaða-bóndanum;

"Fjármála- og efnahagsstríð ríkir á Íslandi eins og öllum er ljóst. Erlendur sérfræðingur sagði meira að segja fyrir skömmu að Ísland hefði orðið fyrir "efnahagslegri árás". Ísland er það land Vesturlanda, þar sem efnahagshrunið er mest, dýpst og hefur mest áhrif á fjármálalíf, atvinnulíf og almenning.

Undir þessum fordæmalausu kringumstæðum hér á landi er þögn landshöfðingja okkar þrúgandi. Þögnin bergmálar um firði og fjöll, dali og sveitir landsins. Hvorki forseti lýðveldisins, hr. Ólafur Ragnar Grímsson eða forsætisstýran, Jóhanna Sigurðardóttir, reyna að stappa stálinu í þjóðina. Þegar þjóðir verða fyrir áfalli, náttúruhamförum, hryðuverkum eða eru í stríði reyna landshöfðingarnir að hughreysta landa sína með ávarpi/viðtali í sjónvarpi eða blöðum. En ekki hér á landi sem er að lenda í mestu erfiðleikum í tugi ára.

Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir hefðu farið öðruvísi að.
Er þögn eða feimni Ólafs Ragnars staðfesting á því að hann samsamar sig Útrásarvíkingunum og öðrum auðmönnum landsins þannig að þorir ekki að "fronta" samlanda sína? Þótt að Jóhanna Sigurðardóttir sé upptekin í kosningaslag er hún líka æðsti ráðherrann og stýrir landinu. Er eðlilegt að hún finni ekki hjá sér þörf til að ávarpa okkur sérstaklega og hvetja fólk til að gefast ekki upp í mótbyrnum?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Mér finnst þögn forsetans hljóma dásamlega!

Björn Birgisson, 20.4.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það eru rök út af fyrir sig Björn.

Guðmundur St Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband