Forsetinn sinni sínum "daglegu"störfum.

Ég óska virðulegum forseta góðs bata. Það eina jákvæða við axlarbrot Ólafs Ragnars er að hann datt á heilaga húnverksa foldu nálægt heilögum húnverskun sögustað, Borgarvirki. Hætt er við því að miklu verr hefði farið ef hann hefði t.d. dottið af hestbaki annars staðar, t.d. á Hellu eða í Ólafsvík.

Að sögn forsetaritarans mun hann þrátt fyrir slysið sinna áfram sínum "daglegu" störfum. Það er vel. Hitt er verra að það virðist ekki vera hluti af daglegum störfum forsetans að stappa stálinu í landann - vera sameiningartákn lands og þjóðar. Mér er nokk sama þótt einhverjir segi að Ólafur hafi klúðrað öllu með því að vera "grúpppía" hjá útrásarvíkingunum. Hann á alveg séns ennþá gagnvart þjóðinni en þó eingöngu ef hann sýnir sjálfur alvöru auðmýkt og iðrun án mikilla leikrænna tilburða.

Það er margt gott við Ólaf Ragnar og hann er leiðtogi í eðli sínu þótt það hafi ekki sést frá síðasta hausti. Ég held að hann og þá ekki síður hinn glæsilega forsetafrú geti hjálpað til við endurreisn landsins og þá fyrst og fremst með því að stappa stálinu í fólk og ferfætlinga. Endurreisnin felst nefnilega ekki eingöngu í efnahagslegum bata heldur einnig sálrænum bata þjóðarinnar. Við erum sterk þjóð sem þó þarf á sálrænni áfallahjálp að halda sem heild. Ef forseti stígur ekki fram og verður hluti af áfallahjálpsteyminu á hann að segja af sér strax. Andvirði af kostnaði embættisins getur þá runnið til Mæðrastyrksnefndar í staðinn.

En ég vona ennþá og ég vona ennþá að Ólafur Ragnar hætti að hugsa undir feldinum og sinna mismerkilegum "daglegum störfum" og stígi fram og verði sá leiðtogi sem hann var kosinn til að vera.

Góðar stundir.


mbl.is Forsetinn í aðgerð í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Muggi.

Ég óska honum líka góðs bata. Það er hrykalegt að lenda í svona löguðu. Þetta er örugglega mjög vont og sársaukafullt. Því get ég trúað. En eigðu góðan dag Muggi minn og góða helgi.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja, snilldar færsla Guðmundur og þarfar ábendingar

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 21:30

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Ég held að hann og þá ekki síður hinn glæsilega forsetafrú geti hjálpað til við endurreisn landsins og þá fyrst og fremst með því að stappa stálinu í fólk og ferfætlinga". segir Guðmundur St. Ragnarsson

Sniðugt þetta með ferfætlingana. Fólk þarf ekki á Ólafi Ragnari að halda og hefur aldrei þurft. Veit ekki um ferfætlingana.

Leiðindaslys. Óska ÓRG alls hins besta og góðs bata.

Björn Birgisson, 22.8.2009 kl. 01:47

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Guðmundur

Takk fyrir góða færslu og þarfar ábendingar til forsetans. Ég vona að honum heilsist vel og að hann komi að endurreisn okkar með öllum ráðum. En eftir allt það sem um hann hefur verið sagt síðastliðna mánuði, finnst mér ekki skrítið þó hann hafi haldið sig til hlés.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.8.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband