Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Að skreyta sig með stolnum fjöðrum?
16.3.2009 | 15:51
Góð hugmynd Tryggvi Þór en bíddu við. Var þetta ekki hugmynd Framsóknar sem flestir hagfræðingar hafa keppst við að skjóta út af borðinu? En batnandi mönnum er best að lifa en Tryggvi hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann hafi ekki verið í prófkjöri í röngum flokki.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ok, aha!
16.3.2009 | 14:03
Ef þetta var eitthvað vafamál af hverju skipaði héraðsdómur ekki bara einhvern annan skiptastjóra, þar sem ENGINN vafi var á hæfi hvers konar? Erlendur er hæfur lögmaður en honum er enginn greiði gerður að vera skipaður skiptastjóri nema jú vegna þóknunarinnar...?
Furðulegt mál allt saman!
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Störfuðu ekki sem lögmenn fyrir Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löngu tímabært að nýta kvennaskólann
16.3.2009 | 12:44
Loksins er í höfn að byggja upp háskólasetur á Blönduósi. Ber að hrósa öllum þeim sem að þessu standa. Hér er um þarft byggðamál að ræða auk þess sem stór og mikil bygging í ríkiseigu (Kvennaskólinn á Blönduósi) verður nýttur, þótt ekki sé nema að einhverju leyti.
En betur má ef duga skal. Kvennaskólinn á Blönduósi, sem fyrrum hýsti fley og fagrar meyjar í hundaðatali stendur næstum tómur börnum og hröfnum að leik. Það er verðugt verkefni fyrir bæjarstjórn Blönduóss, hugsanlega í samstarfi við hið opinbera að gera enn betur og finna verðug verkefni í "skólann" þannig að hann nýtist betur.
Fleiri glæstar skólabyggingar en Kvennaskólinn á Blönduósi standa auðar og vannýttar um allt land. Þessu þarf að breyta. Nefna má t.d. Laugabakkaskóla í Miðfirði. Reykjavíkurborg og ríkið vilja um þessar mundir nýta byggingarverkamenn í nánast eitt verkefni, þ.e. byggingu tónlistarhúss. Má ekki nota eitthvað af þessu fjármagni til viðhalds á byggingum í eigu ríkissins á landsbyggðinni einnig. Landsbyggðin á enga sök á efnahagshruninu en hrunið kemur þó jafn illa niður á flestum byggðum landsins. Því segi ég að huga þarf að byggðasjónarmiðum nú sem aldrei fyrr.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Kvennaskólinn verður gerður að háskólasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýtt Florida ævintýri
15.3.2009 | 21:57
Það skyldi þó ekki fara þannig að atkvæði 150 pólitískra "flóttamanna" hafi áhrif á niðurröðuninna. Manni kemur ósjálfrátt í hug talning eða ekki-talning í Florida, Bandaríkjunum hérna um árið þegar Goggi Bush vann Al Gore. Um margt líkt. Hummm!
Kveðja,
Muggi
![]() |
Talningin í samræmi við lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju með afmælið Íslendingar!
15.3.2009 | 15:13
Hálft ár þá þrautin er,
þegir íhald ennþá.
Það má alveg botna þetta fyrir mig. Það er með hreinum ólíkindum að á þessu hálfa ári hefur enginn stjórnmálaforingi sem hefur aðkomu að hruninu með einum eða öðrum hætti beðið þjóð sína afsökunar. Þjóðin hrópar á réttlæti en ekkert gerist. Rannsókn á efnahagshruninu gengur hægt þótt Eva Joly sé vonarljós innst í gögnunum.
Er þetta rétt að byrja? Sex mánuðir liðnir.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Hálft ár liðið frá því kreppan skall á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jón Ásgeir er í áfalli. Hvað um þjóð þína Jón?
15.3.2009 | 00:54
Leiðinlegt að Jón Ásgeir þurfi að selja einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. Hann segist þó ennþá (aðspurður) eiga Rolls-Royce Phantom eins og segir í fréttinni.
En þetta gerðist bara allt svo hratt segir Jón og hann er í áfalli. Já það er rétt hjá þér Jón Ásgeir. Það tók ykkur lygilega fljótan tíma að setja Ísland á hausinn og sjálfsagt ertu í áfalli. Ég verð að segja þetta: Ég vorkenni þjóðinni minni mun meira en Jóni Ásgeiri en hann minnist lítið á það heldur einblínir á það hvernig eigi að gera hlutina betur næst. HJÁLP!
![]() |
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orðið "afsakið" er ekki til í orðabók Íslendinga
14.3.2009 | 10:09
Jú reyndar en afsakið er orðið sem stjórnmálaskóli Sjálfstæðismanna kenndi að mætti aldrei viðhafa opinberlega. Frændur mínir Framsóknarmenn eiga einig afar erfitt með að fá orðið fram á varir sínar líka. Helst er að skilja á forystmönnum sjálfstæðisflokksins að ekki sé ástæða til að biðja þjóðina afsökunar opinberlega nema sekt verði sönnuð í einhverjum skýrslum, helst að opinber ákæra verður gefin út. Engu skiptir að mínu mati þótt einstaka frambjóðandi í prófkjörum reyni þessa dagana að tísta fram afsökunarbeiðni í litlum hópum svo lítið beri á.
Jóhanna Sigurðardóttir er þó á réttri leið og búið að biðja Breiðarvíkurdrengi afsökunar, réttlega. Hefur formaður Breiðavíkursamatakanna hrósað henni fyrir vikið. Betur má ef duga skal Jóhanna. Þinn flokkur þarf að biðja þjóðina afsökunar á sínum 18 mánaða þætti í efnahagshruninu. Ef þú stígur fram fyrir skjöldu yrðu þú maður (konur eru líka menn) að meiri.
Vor íslenska þjóð vill sjá auðmýkt og einlægni frá stjórnmálamönnum. Plís ekki fleir frasa eins og að standa vörð um heimilin í landinu eða eitthvað því um líkt. Segið bara afsakið og meinið það!
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Cameron baðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Danskt kynlífssafn gjaldþrota
13.3.2009 | 00:30
Illt er í efni. Danskurinn að missa náttúruna. Öðruvísi mér áður brá!
Hér er tækifæri fyrir frændur mína á Blönduósi. Þar er frábært heimilisiðnaðarsafn og s.k. Hafíssetur. Það er tilvalið að bæta kynlífssafni í þá fjölbreytta flóru safna sem þegar er fyrir á Blönduósi. Fyrir heimamenn gæti þetta orðið til þess að fjölgun fæðinga myndi styrkja Heilsugæslu og sjúkrahús staðarins - svona í ljósi nýlegra tillagna um sameiningu heilsugæslu á Norðurlandi. Fyrir ferðamanninn væri skemmtileg tilbreyting að líta á alls kyns kynlífsleikföng, myndir og fleiri holdsins lystisemdir áður en brunað yrði áfram um þjóðveginn á ólöglegum hraða með tilheyrandi sektum Blönduóslöggunnar.
Bæjarstjórn Blönduóss. Þið getið ekki tapað á þessu. Kaupið þrotabúið strax.
Kveðja,
Muggi.
P.S. Að gefnu tilefni er þessi pistill alls ekki skrifaður í eigingjörnum tilgangi til þess að fá þetta ágæta safn á mínar gömlu góðu heimaslóðir. Bara alls ekki!!!
![]() |
Danskt kynlífssafn gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eva Joly og sérstakur saksóknari efnahagshrunsins
12.3.2009 | 23:30
Er það ekki ótrúlegt, góðir Íslendingar, að þáttastjórnandi í sjónvarpi (Egill Helgason) hafi haft frumkvæði að því að fá Evu Joly til landsins. Afdráttarlaus hreinskilni hennar og þekking varð svo líklega til þess að ríkisstjórnin réð hana sem ráðgafa. Þetta frumkvæði Egils ber að þakka. Ég fylgist alltaf með þáttunum hans og þar hefur átt sér stað mikilvæg umræða sem ella hefði líklega ekki átt sér stað. Takk fyrir þetta Egill!
Eva Joly sagði það hreinan barnaskap að eingöngu séu 4 starfsmenn hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins. Þeir þyrftu AÐ LÁGMARKI að vera 20. Um þessar mundir er þó verið að fjölga um einn. Ég endurtek EINN!
Hvernig má það vera að það þurfi alltaf útlendinga til að hafa vit fyrir ráðamönnum þjóðarinnar. Af hverju þarf útlendan embættismann sem talar hreint og beint út svo ráðamenn hlusti og framkvæmi? Máttu þeir ekki vita þetta sem frú Joly sagði? Embætti sérstaks saksóknara er líklega mikilvægasta embætti landsins í dag. Það að vel takist til hjá því embætti kann að skipta miklu um heill þjóðarinnar og að réttu mennirnir verði dregnir til ábyrgðar og að sátt náist í samfélaginu.
Þessi vinnubrögð sanna svo ekki verður um villst að þeir höfðu rétt fyrir sér frá upphafi sem vildu fá óháða erlenda aðila strax til rannsóknar á efnahagshruninu. GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ.
Kveðja,
Muggi.
Ármann í lopapeysu
10.3.2009 | 00:03
Ég sá auglýsingu á mbl.is frá Ármanni Kr. Ólafssyni, alþingismanni og nú frambjóðanda sjálfstæðisflokksins í prófkjöri þeirra í Suðvesturkjördæmi.
Veistu, ég get ekki að því gert en mér finnst eins og fatnaður Ármanns; íslensk lopapeysa í sauðalitum, yfir skyrtu og bindi, eitthvað gervilega raunaleg, allt að því átakanleg. Ég þori næstum því að veðja að Ármann hefur ekki klætt sig í lopapeysu í áratugi, ef ekki lengur. Á myndinni lýsir andlit hans af einhverju óöryggi og angist sem líkleg er vegna kláðans undan lopanum. Ármann er búinn að búa of lengi í Kópavogi og vera þar í sveitarstjórnarmálum með tilheyrandi ,,steypuvæðingu" til að lopapeysan klæði hann. Er þessi áhugi á þingmannsins að klæða sig í íslensku sauðkindina umfram Armani jakkafötin tilkomin vegna þess að ,,Nýja Íslands" gerir kröfu um að allt skuli vera nýtt og á stundum fáránlegt eins og t.d. tíðindi undanfarna mánuði sem ekki voru fyrirséð fyrir nokkrum mánuðum: 1) Allir viðskiptabankarnir eru kominir undir ríkiseigu; 2) Fyrrverandi flugfreyja er orðin forsætisráðherra; 3) Fljótsdalshérað er í úrslitum í Útsvari; 4) Geiri í Goldfingur vinnur meiðyrðamál; 5) Sjálfstæðisframbjóðandi í Kópavogi klæðir sig í lopapeysu til að ná kjöri til Alþingis.
Ármann! Ég legg til að þú rekir stílista þinn.
Kveðja,Muggi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)