Löngu tímabært að nýta kvennaskólann

Loksins er í höfn að byggja upp háskólasetur á Blönduósi. Ber að hrósa öllum þeim sem að þessu standa. Hér er um þarft byggðamál að ræða auk þess sem stór og mikil bygging í ríkiseigu (Kvennaskólinn á Blönduósi) verður nýttur, þótt ekki sé nema að einhverju leyti.

En betur má ef duga skal. Kvennaskólinn á Blönduósi, sem fyrrum hýsti fley og fagrar meyjar í hundaðatali stendur næstum tómur börnum og hröfnum að leik. Það er verðugt verkefni fyrir bæjarstjórn Blönduóss, hugsanlega í samstarfi við hið opinbera að gera enn betur og finna verðug verkefni í "skólann" þannig að hann nýtist betur.

Fleiri glæstar skólabyggingar en Kvennaskólinn á Blönduósi standa auðar og vannýttar um allt land. Þessu þarf að breyta. Nefna má t.d. Laugabakkaskóla í Miðfirði. Reykjavíkurborg og ríkið vilja um þessar mundir nýta byggingarverkamenn í nánast eitt verkefni, þ.e. byggingu tónlistarhúss. Má ekki nota eitthvað af þessu fjármagni til viðhalds á byggingum í eigu ríkissins á landsbyggðinni einnig. Landsbyggðin á enga sök á efnahagshruninu en hrunið kemur þó jafn illa niður á flestum byggðum landsins. Því segi ég að huga þarf að byggðasjónarmiðum nú sem aldrei fyrr.

Kveðja,
Muggi.


mbl.is Kvennaskólinn verður gerður að háskólasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband