Er ferill þessa manns á enda?

Það er þörf áminning fyrir (fyrrverandi) hasarmyndahetju númer eitt að slaka á í hasarnum þegar hann er farinn að hálsbrotna í léttum átökum við sér yngri menn. Stallone er enda að nálgast eftirlaunaaldurinn og fjölbragðaglíma ekki heppilegasta íþróttin fyrir eftirlaunaþega.

Á Stallone einhvern möguleika sem hasarmyndhetja kominn vel á sjötugsaldurinn? Ég sé Stallone ekki fyrir mér í þriggja vasaklúta Jane Austin búningamynd eða dramatíker í anda Lars Von Trier. Rocky VII hljómar ekki spennandi heldur. Líklegast er því kvikmyndaferillinn sé allur og því verði Stallone að fara að vinna aftur í sláturhúsinu þar sem hann vann þegar Rocky 1 var mynduð. Hann getur vel orðið sláturhússtjóri.

En ég óska honum góðs bata.

Vonandi þarf hann ekki að fara í frekari lýtaaðgerðir...


mbl.is Sylvester Stallone hálsbrotnaði við tökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband