Nýr forystumaður Framsóknar í Kópavogi

Það yrði mikill fengur fyrir Kópavog og Kópavogsbúa ef Gísli Tryggvason verður kosinn til að sitja í bæjarstjórn og taka að sér trúnaðarstörf fyrir Kópavog. Gísli er heiðarlegur og harðduglegur eins og hann hefur sýnt sem talsmaður neytenda. Þá hefur hann góða menntun, reynslu og þekkingu á hinum ýmsu samfélagsmálum sem styrkir hann sem stjórnmálamann.

Það er talsverð eftirspurn eftir nýjum og öflugum stjórnmálamönnum um þessar mundir. Gísli Tryggvason svarar því kalli og ég skora á framsóknarmenn í Kópavogi að fylkja sér á bak við hann og styðja til að leiða flokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum.


mbl.is Vill leiða framsóknarmenn í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó ég sé hvorki Kópavogsbúi né Framsóknarmaður þá er ég fyllilega sammála þér í þessu Guðmundur. Kópavog vantar sárlega heiðarlegann leiðtoga. Þó ég sé ekki kunnug innanborðs í Bæjarmálum Kópavogs þá hefur verið þar ákveðinn skortur á heiðarleika, ef marka má fréttir.

Gísli Tryggvason er góður hvar sem hann vinnur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 21:06

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitið Fríða. Við erum sammála um Gísla :)

Guðmundur St Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 21:51

3 identicon

Örugglega góður maður þar á ferð, Gísli Tryggvason. Það er ekki annað hægt að segja um þann mann.

Eigðu góðan dag Muggi minn.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband