Áfall

Hinn mennski Tiger Woods (áður talinn ofurmenni) og hin sænska Elin Nordegren eru skilin. Það er hinn harði veruleiki sem allir kylfingar (líka þeir sem eru með 36 í forgjöf) verða að sætta sig við. Við sem einhvern tímann höfum stundað golf héldum að Tiger væri ósigrandi ofurmenni, fyrirmyndarfaðir og eiginmaður. Svo bregðst krosstré sem 3-tré (Callaway).

Skilnaðurinn er reyndar gleðiefni fyrir Svía en gjaldeyrirsvaraforði Seðlabankans þar í landi mun aukast umtalsvert þegar Elin flytur heim til Svíþjóðar með helming eigna Woods.


mbl.is Tiger Woods og Elin skilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Muggi, þú ert með svo háa forgjöf að þú mátt ekkert fjalla um Tigerinn! Ég má það, en nenni ekki! En gott að heyra að Elín sé á lausu!

Gerðu mér nú greiða, elsku drengurinn!

Farðu á síðuna mína, finndu þar færsluna Geir Waage í gustinum, og svaraðu þar framlögðum spurningum með allri þinni kunnáttu í lögum landsins!

Ég treysti á þig og ef þú veldur mér vonbrigðum mun ég samt treysta á þig og væri vís til þess að bjóða þér í golf á Húsatóftavelli!

Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mér er mikill heiður að tvöfaldur einherji heiðri mig með nærveru sinni. Þér leiðist nú ekki að heyra um Tigerinn Björn, sérstaklega þegar sambúðarslitin við sænsku skvísuna eru loksins staðfest.

-----

Ég skal reyna að valda ekki vonbrigðum en mun taka aukaæfingar til að lækka forgjöfina mína svo ég sé þess verðugur að mæta á virðulegan Húsatóftavöll eigi síðar en á árinu 2011.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.8.2010 kl. 00:05

3 Smámynd: Björn Birgisson

Nákvæmlega svona eiga góðir bændur að svara!  En virtu beiðni mína!

Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 00:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tigerinn er flottur á vellinum, þó hann hafi verið í lægð undanfarið af skiljanlegum ástæðum. Hann á auðvitað rétt á sínu einkalífi eins og aðrir. Það er ekki ólíklegt að fjölmiðlafárið um einkamál þeirra hjóna hafi átt mestan þátt í því hvernig úr þeim vandamálum spilaðist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.8.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband