Að skreyta sig með stolnum fjöðrum?

Góð hugmynd Tryggvi Þór en bíddu við. Var þetta ekki hugmynd Framsóknar sem flestir hagfræðingar hafa keppst við að skjóta út af borðinu? En batnandi mönnum er best að lifa en Tryggvi hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann hafi ekki verið í prófkjöri í röngum flokki.

Kveðja,
Muggi.


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Alltaf sami söngurinn, er ekki alveg sama hvaðan gott kemur ? ef gott skyldi kalla ? Er hann ekki bara að lýsa yfir stuðningi við tillögu framsóknar ? Þetta er týpisk viðbrögð sem er verið að gagnrýna þingið fyrir.. þú bara dast í sama pytt :)

Davíð Þór Kristjánsson, 16.3.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Tryggvi talar ekkert um að lýsa yfir stuðningi við tillögu framsóknar en það er sama hvaðan gott kemur og hann sýnir visst hugrekki með þessu. Ég er bara að reyna að kalla það fram að menn hafa verið að skjóta niður (þessa sömu) tillögu frá Framsókn og að tillagan muni kaffæra þjóðarbúið. Gott að hagfræðingurinn Tryggvi skuli sjá ljósið.

Ég er að reyna að komast upp úr pyttnum!

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Loks hefur einhver þorað að opna augun fyrir þeirri tillögu sem rætt hefur verið um manna á milli í þjóðfélaginu en hefur ekki fengið náð fyrir augum Jóhönnu og Steingríms.  Það skildi þó ekki vera raunin að þau skötuhjúin hafi ekki getað unnt Framsókn því að koma með bestu lausnina ???   Hvað hafa aðrir lagt til ???  ekki nokkurn skapaðan hlut sem að skiptir máli fyrir okkur þetta venjulega fólk í landinu.  Áfram Tryggvi og Sigmundur !!!!!!!! þið hafið meiri stuðning við tillögu ykkar en ykkur grunar. 

Hilmar Heiðar Eiríksson, 16.3.2009 kl. 16:10

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú ekki hægt að segja að hann steli fiðrinu af Framsókn, enda af litlu að taka. En það má kannski segja að hann hafi fengið eina eða tvær flugfjaðrir lánaðar. Verst að framsókn má ekkert við því að lána þær

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 16:14

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vil benda á að Bjarni Benediktsson sagði tillögu Framsóknarflokksins athygli verðar, þó að líklega þyrfti að skoða framkvæmd og útfærslu betur. Mjög mörg fyrirtæki og heimili eiga undir högg að sækja og ljóst er að koma þarf tíl móts við þá aðila.

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 16:20

6 Smámynd: Púkinn

Það eru margir sem eru fullfærir um að borga af skuldum sínum - af hverju eiga þeir líka að fá þennan 20% afslátt?  Af hverju eiga þeir sem geta borgað skuldir sínar ekki að gera það?

Síðan er það svo sú siðferðislega spurning hvort réttlátt sé að kostnaðurinn við þessa aðgerð lendi á endanum á þeim sem hafa sýnt ráðdeild og ekki steypt sér í skuldir sem þeir ráða ekki við.  Hvers vegna á að refsa þeim?

Púkinn, 16.3.2009 kl. 16:33

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi tillaga Framsóknar var slegin út af borðinu órædd. Þeir óskuðu einmitt eftir frekari útfærslu á henni.... en það mátti víst ekki ræða þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 16:36

8 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Vill gera þá athugasemd að hugmynd Framsóknarflokksins er upphaflega hugmynd Tryggva Þórs Herbertssonar, þannig að allt tal um stolnar fjaðrir er bara kjaftæði.

Jóhann Pétur Pétursson, 16.3.2009 kl. 16:40

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sælir,  mig rámaði reyndar í að Tryggvi hefði komið fram með ámóta tillögu strax í haust við hrunið, og hann staðfesti það í útvarpsviðtali áðan. 

Og þá er spurningin:  Hver er að stela hugmyndum ?

En eitt hljóta allir að geta verið sammála um, og það er að þessar tillögur Tryggva og Framsóknarmanna eru þó tillögur,  það er annað en kemur frá þessari blessaðri ríkisstjórn sem ekkert er að gera !!!!!!

Sigurður Sigurðsson, 16.3.2009 kl. 17:08

10 identicon

Það liggur alveg fyrir að tryggvi á upphaflegu hugmyndina, og Frasókn hefur reynt að eigna sér hana

Hrafn Bjarnason (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:15

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tel þessa hugmynd um 20% niðurfellingu skulda vera afspyrnu slæma. Þeir sem borga þessa niðurfellingu er væntanlega almenningur í gegn um ríkissjóð, eða bankana. Þá er enn eina ferðina verið að verðlauna stærstu skuldarana. Þar að auki er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) búinn að hafna þessu.

Til er mikið betri lausn , sem kemur öllu hagkerfinu til góða. Þetta er upptaka nýs innlends gjaldmiðils undir myntráði. Ef US Dollar er metinn á 90 Krónur í stað 112 Krónur, sem er núverandi gengi, erum við að keyra verðbólguna til baka um 20% (90/112= 80%).

Með þessu móti erum við að lækka um 20% allar skuldir sem eru gengistryggðar og vísitölutryggðar skuldir um eitthvað í áttina að 20%. Að auki getum við skilað mestu af lánum AGS og losnað við þann gríðarlega vaxtakosnað sem þau munu valda okkur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband