Hlustið og lærið

Sigmundur reynir og reynir að tala til þjóðarinnar og annarra stjórnmálaflokka. Enginn annar en hann virðist hafa dug og þor til að segja óþægilegu hlutina. Staðan er geysilega erfið og engar bráðabrigðalausnir duga. Framsókn vill lausnir sem duga. Áfram með þig Sigmundur!
mbl.is Fjölskyldan með tilsjónarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

20% niðurskurður skulda Icelandair + 20% niðurskurður skulda N1 kæmi erfðaprinsunum og þeirra fólki vel. Átta milljarðar á hvort félag.

Staðreyndin er sú að fyrirtæki skulda 10 sinnum meira en heimilin. Hjá fyrirtækjum eru stjórnendur sem eiga að kunna á rekstur og samninga við birgja og lánadrottna. Þau geta vel séð um sína eigin nauðasamninga. 

Öðru gegnir um heimilin. Hjálpum þeim, en gerum það ekki undir fölsku flaggi.

Sigurður Ingi Jónsson, 7.4.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hann hefur hresst upp á Framsókn hann Sigmundur og flokkurinn hefur átt margar af bestu hugmyndunum eftir hrunið t.d. um niðurfellingu skulda að hluta. Nú verður fróðlegt að sjá hvort Framsókn heldur dampi í kosningunum undir stjórn hins unga leiðtoga.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 20:56

3 identicon

Góður brandarinn hjá Sigmundi Davíðmeð nýju vísitölufjölskylduna en það leiðinlega er að þetta getur orðið svona. Mér lýst mjög vel á þennann unga mann Sigmund davíð og er bara að hugsa um að láta hann fá atkvæðið mitt í þetta skipti þó ég sé sjálfstæðismaður innst inni. Mér sýnist að það stefni allt í að við þurfum að lifa við að vinstri flokkarnir ráði hér um sinn og þá er alveg grundvallaratriði að hafa gömlu Framsókn þar með til að passa upp á að vinstriflokkarnir fari ekki með allt á Íslandi til helv.... Ég treysti Sigmundi Davíð til að standa gegn vitleysunni sem Samfylking og VG eiga eftir að reyna að leiða yfir okkur. Sigmundur Davíð virðist hafa bein í nefninu.

HH (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 00:03

4 identicon

Mér finnst bara engin vita neitt um vanda þjóðarinnar. T.d. þetta með Icesave. Það er verið að tala um það fram og aftur að við Íslendingar séum svo illa stödd að við getum ekki borgað skuldir okkar á erlendum vettvangi og þar á meðal Icesave. Ég meina, hverjir voru það sem komu okkur í þessi vandræði og hverjir bera því ábyrgð á þessum vandamálum sem við erum búin að koma okkar í? Það erum við Íslendingar!!! Er þetta eitthvað svo flókið. Nú viljum við ekkert kannast við það að hafa átt hlut að máli þarna. En auðvitað eiga Íslendingar að borga Icesave skuldir sínar, ég meina það voru ekki Bretar sem komu okkur í þessi vandræði. Það er nú heila málið.

Góðar stundir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já Sigmundur kemur vel fyrir svo líst mér feiknavel á konurnar. Gæti alveg hugsað mér að Framsókn inni. Framsókn verður hins vegar að losa sig við Finn, Alfreð og Ólaf.

Finnur Bárðarson, 8.4.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband