Skyldi verkalýðshreyfingin þora?

Það er alkunna að verkalýðshreyfingin er fremur vinstri sinnuð heldur en hægri í pólitísku tilliti. Formaður ASÍ er í sama flokk og forsætisráðherra. Formaður BSRG er núverandi heilbrigðisráðherra og í VG.

Skyldi verkalýðsforustan taka undir sjónarmið Hagsmunasamtaka heimilanna og Húseigendafélagsins um leiðréttingar á verðtryggðum lánum? Ætlar verkalýðsforystan að vera "maður" eða "mús". Á að þora að taka afstöðu með almenningi eða með stjórnvöldum sem bjóða eingöngu upp á bráðabrigðalausnir varðandi skuldir heimilanna (sem heita greiðsluaðlögun og greiðslujöfnuður og frestar vanda en leysir hann ekki).

Skyldi koma svar frá ASÍ, BSRB og fleiri hagsmunasamtökum verkalýðss við þessari áskorun? Skyldu þeir fjalla um málið á hátíðardegi verkalýðsins á morgun, 1. maí? Eða mun þögnin bergmála til baka af ótta við samflokksmenn verkalýðsforingjanna í stjórnarflokkunum?


mbl.is Skora á verkalýðshreyfinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú misskiljir þetta mál.  Krafan kemur frá ASÍ á stjórnarflokkana um að hrófla ekki við verðtryggingunni.  Ástæðan er að lífeyrissjóðirnir eru búnir að tapa svo miklum eignum og þeir ætla að ná því til baka að hluta með því að skrúfa upp sjóðfélagalánin.  Þetta eru sem sé algerir drullusokkar.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:15

2 identicon

Ég vona að verkalýðshreyfingin þori að taka á þessum málum. Það vona ég. Ég er annars farin að vilja sjá einhverjar aðgerðir hér á landi til handa heimilunum í landinu. Það er ég farin að vilja sjá.

En gangi þér vel vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hve lengi er þessi ríkisstjórn búin að sitja? Mér finnst ansi tímabært að hún fari nú að taka kúrsinn í stað þess að sitja bara og hugsa.

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Baldur. Það liggur víst ekkert á segir Jóhanna sjálf.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.5.2009 kl. 00:44

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Verkalýðsforustan hefur verið dauð í tugi ára. Man oft eftir skilaboðum sem við fengum á fundina að við skyldum samþykkja launasamninga sem voru út í Hróa Hött og nú boðar Gylfi ESB í krafti síns embættis en það finnst mér lélegt því að félagar innan ASÍ eru ekkert allir á því að ganga í ESB. hann er jú á kaupi hjá fólkinu í félaginu og er að vinna fyrir fólkið en ekki að boða ESB trú.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.5.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Í sannleika sagt er það slæmt fyrir þjóðfélagið að hafa lélega verkalýðshreyfingu.

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband