Það er gott að búa í Kópavogi...

... nema ef maður heitir Gamla Kópavogshælið. Þarna stendur það eitt, grátt og guggið, börnum og hröfnum að leik. Gunnar á ekki pening til að klæða það í ný föt. Það fór of mikill peningur í steypuvæðingu og uppkaup á Gusts svæðinu. Núna er ekki til peningur - hann kláraðist í ofskipulagninu og græðgi. Það er kreppa núna og of dýrt að gera við.

Gamla Kópavogshælið vill bara athygli og hlýju frá Gunnari en fær hana ekki. Samt á að halda listahátíð í Kópavogi því ekki má gleyma menningunni segir Gunnar og skreppur til útlanda svona til að kynna sér málin.

En það má gleyma Kópavogsheimilinu gamla. Verður það nöturlegur minnisvarði græðginnar?


mbl.is Gamla hælið grotnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Kópavogur þyrfti að fara að fordæmi Reykjavikurborgar og stuðla þarna að uppbyggingu Gamla Kópavogshælis.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir góðan pistil.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.4.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband