Straumar frá Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu skáldkonu)

Vonandi er rétt með haft um ljóðið og höfund og mig langar að birta þetta hérna með þeim fyrirvara.
Þetta ljóð var í á glugga pysluvagnsins við Sundlaug Vesturbæjar og á einkar vel við á þessum erfiðleikatímum:

-----

Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga,
baggi margra þyrnir er.

Vertu sanngjarn, vertu mildur,
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.

Treystu því að þér á herðar,
þyngri byrðar ei varpað er.
En þú hefur afl að bera,
orka blundar næg er þér.

Þerraðu kinnar þess er grætur,
þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.


Íslensk rannsókn óskast

Þessi frétt er svona dæmi um frétt sem kemur á netinu hjá times.co. uk eða dailymail.co.uk og íslenskrir fréttamenn gera copy/paste og sjá, til er frétt.

Ef Ísland hefði verið með í þessari rannsókn eða rætt hefði verið við íslenskan prófessor í lýðheilsufræðum - eða einhverju álíka - væri um frétt að ræða. Líklega áhugaverða, því ég hef hvergi séð rannsókn á meðalfitprósentu karla og kvenna hér á landi samanborðið við önnur lönd. Spennandki líka að vita hvort hlutföllin breytist í kreppu eins og nú ríkir hérlendis.

En í guðanna bænum fréttamenn...!


mbl.is Breskar konur þykkastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfðu á heildarmyndina herra ráðherra!

Gylfi ég hvet þig til að stíga niður úr fílabeinsturninum. Það er kannski erfitt því það er langt niður.

Það er e.t.v. rétt að það þjóni best hagsmunum innheimtulögfræðinga að fólk hætti að greiða af lánum sínum. En á meðan þið í ríkisstjórninni hafið eingöngu fram að færa bráðabrigðaráðstafanir í formi "frestunar" nauðungaruppboða, greiðsluaðlögunar (sem þjónar hagsmunum langt í frá allra skuldara ef þú hefur kynnt þér lögin) og greiðslujöfnuðar (fresta, fresta, framlengja, bla bla) á hverju áttu þá von? Fólk er að horfa upp á lán éta upp eignarvirðið og raunvirðið fer niður. Þess vegna sér almenningur ekki fram á að það þjóni neinum tilgangi að greiða af lánunum.

Jú! Þetta á við þúsundir Íslendinga ef það á að fara að koma með einhverja "frasa" um að meirihluti þjóðarinnar sé í góðum málum!

Þið verðið að fara gefa þjóðinni varanlegar lausnir Gylfi - og von um FRAMTÍÐINA - þótt það hafi e.t.v. ekki verið kennt í Hagfræðiskori Háskóla Íslands.


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íransforseti á mannréttindaráðstefnu SÞ

Ekki er langt síðan forseti Írans hélt erindi á mannréttindaráðstefnu Durban II á vegum Sþ. Fulltrúar íslenskra stjónrvalda voru ein af fáu vestrænna ríkja (með frændum vorum í Noregi) sem ákváðu að sitja undir rasistaræðu forsetans. Fjölmiðlar hér á landi hafa ekki svo mikið sem spurt íslenska utanríkisráðherrann út í málið. Var seta fulltrúanna til marks um að þeir tækju undir með Íransforseta. Meðan öðru er ekki svarað (enda ekki spurt) hlýtur maður að álykta sem svo.

Núna var ung kona tekin af lífi í landinu að því er virðist á vafasömum grunni.

Það er algjör hneisa að forseti Írans hafi fengið að flytja framsögu á ráðstefnu um mannréttindamál á meðan mannréttindi eru þverbrotin í hans eigin landi.


mbl.is Aftaka í Íran vekur reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köttið Hydroxicut!

Fyrir utan að vera dýrara en $&"/%$#$&" þá er betra fyrir íþróttafólk að næringin komi úr hefðbundnum mat. Ef fólk þarf sérstakt "brennsluefni" er gott að fá sér 1-2 bolla af svörtu kaffi og "off you go".

Próteinduft er algörlega gagnslaust. Hreint skyr blandað með ávöxtum og kanil með vatni/ávaxtasafa meira en nóg fyrir utan að fara miklu, miklu ódýrara. Fiskur, kjöt og grænmeti sem er í hæsta gæðaklassa hér á landi á að vera meginuppistaðan í mat.

Eina alvöru fæðubótaefnið er Lýsi.


mbl.is Annars konar Hydroxycut hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast Michael?

Getur ekki Rokklistasafnið í Keflavík keypt þennan búning? Það myndi auka fjölda ferðamanna í bænum, sérstaklega frá Bandaríkjunum, og þar með gjaldeyri í landinu. Búningurinn ætti að geta tvöfaldað verðgildi sitt á 2-3 árum miðað við núverandi gengi dollars, verðlagsþróun, verðbólguspár, greiðslujöfnun og að því gefnu að ekki verði vanskil á greiðslu afborgana jöklabréfanna. Ég skora á ferða- og menningarráð Reykjanesbæjar að leggja fyrir formlegt erindi um kaupin til John Palsua, almannatengils Michael Jackson. Ef vel gengur gæti árangurinn verið það jákvæður að framkvæmdir gætu hafist fyrr við álverið í Helguvík.

Bad-búningur Jackson fer líklega á slikk, allavega miðað við árið 2007. Talað er um 6,6 milljónir. Fyrir utan kreppuna á Íslandi eru þetta verstu fréttir sem ég hef heyrt lengi.


mbl.is Bad-búningur boðinn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geisp!

Já já Ögmundur. Það er allt í góðum gír eða þannig. Í hvaða fílabeinsturni búið þið eiginlega? Það var sagt að stjórnarmyndunarviðræður mættu ekki taka langan tíma. Svo eru bara settar einhverjar nefndir og ráð. Auðvitað á að sjóða saman einhverja "Aðildarumsóknarsúpu" í boði Samfylkingarinnar, skreyttri með Vinstri Grænu "Álversbanni".

Á meðan að vinstri stjórnin er að tralla þetta og hafa allt "í góðum gír" fer fjöldi fyrirtækja á hausinn daglega, fólk flytur úr landi eða íhugar það enda íbúðalánin að brenna upp eignirnar.

Lagaðist ástandið við að Davíð Oddsson fór úr Seðlabanka Íslands. Ég var í búsáhaldabyltingunni en komm on. Hvað hefur breyst?


mbl.is Hlé á viðræðum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskriftarsýning Listaháskólans

Ég fór í gær á Kjarvalsstaði. Þar var sýning útskriftarnema Listaháskóla Íslands sem ég reyni að sækja á hverju ári. Sýningin var frábær og verkin mörg hver stórkostleg.

Það er gaman að sjá sköpunarkraftinn hjá krökkunum og fjölbreytileikann. Ég hef yfirleitt mest gaman að vöruhönnun og arkitektúr á þessari sýningu en annað fjölmargt var spennandi. Eitt verk sem heitir "Altaristaflan" var stórbrotið og eins nýtt skjalamerki framtíðarlandsins. Við eigum að vera stolt Íslendingar á því að eiga svona efnilega listamenn.

Til hamingju kæru útskriftarnemar.


Það er loftið í þeim Þingeyingum!

Til hamingu með daginn, bræður og systur!

Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík flutti 1. maí hátíðarræðu á Húsavík í dag. Ræðan fjallaði að mestu um kreppuna og ástandið í þjóðfélaginu í dag, útrásarvíkinga, siðferðisbrest o.fl. Það er rétt sem hann sagði um að ekki verði teknar óhugsaðar skyndilausnir. Það sé forgangsverkefni sé að koma bankakerfinu í gang svo hjól atvinnulífsins fari að snúast á ný. Þá þarf að stada vörð um heimilin. Um þetta eru allir sammála.

Um umræðuna um inngöngu í ESB sagði verkalýðsforinginn þetta: "Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég skil ekki alveg umræðuna um inngöngu Íslands í Evrópusambandið á sama tíma og við erum með allt niður um okkur og höfum mörg verk að vinna. Ég tel umræðuna vera á lágu plani og tel því ekki tímabært að sækja um inngöngu.

Það er engin syndaaflausn fólgin í því að ganga í Evrópusambandið miðað við okkar stöðu í dag. Við höfum verið á fjárfestingarfylliríi síðustu ár og erum ekki í neinni samningsstöðu til að fara í viðræður við Evrópusambandið um aðild að sambandinu. Fyrst þurfum við að láta renna af okkur, fara í meðferð og ná jafnvægi svo við höfum einhverja samningsstöðu. Ekki er ólíklegt að þetta verði eitt mesta hitamálið í íslenskri pólitík á næstu árum.

Hugsanlega er það leið til sátta meðal þjóðarinnar eftir að við höfum náð jafnvægi í ríkisfjármálum að menn hefji viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild. Kalli fram sáttmála sem síðan verði lagður í dóm kjósenda þannig að menn geti tekið lýðræðislega afstöðu til málsins. Fyrr getum við það ekki."

Ég er hjartanlega sammála verkalýðsforingjanum þarna. Ég vona að orð hans nái eyrum Árna Árnsonar þingmanns Samfylkingarinnar sem vill óður og uppvægur að sækja um aðild. Fái Árni ráðið munu Íslendingar mæta strax í næstu viku að samningaborðinu með buxurnar á hælunum. Samningurinn gæti hljóðað upp á það að við fengjum að toga buxurnar upp til hálfs. Annars tel ég skynsamlegast að vera ekkert að sækja um aðild.

Aðalsteinn sagðist í ræðu sinni og treysta ríkisstjórninni en þar erum við gjörsamlega ósammála. Því miður er ríkisstjórnin að horfa í gaupnir sér á meðan ástandið í þjóðfélaginu versnar daglega. Engar viðeigandi og varanlegar lausnir virðast í sjónmáli.

EN ÞAÐ VAR ÞETTA Í RÆÐU AÐALSTEINS SEM MÉR FANNST ATHYGLISVERÐAST:

"Við Þingeyingar höfum lengi verið framsýnir í atvinnumálum og menningu. Við stofnuðum t.d. fyrsta kaupfélagið á sínum tíma og fórum að flytja inn vörur. Þar á meðal bókmenntir og fljótlega urðu Þingeyingar betur lesnir og fróðari um flesta hluti en aðrir Íslendingar. Jákvæð öfund skapaðist hjá öðrum landsmönnum í garð Þingeyinga sem fóru að tala um að þeir væru fullir af lofti og montnari en aðrir.

Þessi stimpill hefur fylgt okkur frá þeim tíma sem er hið besta mál enda eigum við að standa undir því að vera fremstir meðal jafningja. Ég legg áherslu á að við höldum þessum eiginleika í okkur áfram, það er að skapa og hafa áhrif á allt það sem getur bætt búsetuskilyrði í Þingeyjarsýslum og fjölgað þar með fólk."

Hver sagði að loftið væri farið úr Þingeyingum? Það væri ekki kreppa ef landinu hefði verið stjórnað frá Húsavík. Eitt sinn spurði Barðstrendingur gamla konu úr Fljótshlíðinni hverjir væru montnari Þingeyingar eða Skagfirðingar. Hún svaraði: "Húnvetningar".



mbl.is Önnur lögmál á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi verkalýðshreyfingin þora?

Það er alkunna að verkalýðshreyfingin er fremur vinstri sinnuð heldur en hægri í pólitísku tilliti. Formaður ASÍ er í sama flokk og forsætisráðherra. Formaður BSRG er núverandi heilbrigðisráðherra og í VG.

Skyldi verkalýðsforustan taka undir sjónarmið Hagsmunasamtaka heimilanna og Húseigendafélagsins um leiðréttingar á verðtryggðum lánum? Ætlar verkalýðsforystan að vera "maður" eða "mús". Á að þora að taka afstöðu með almenningi eða með stjórnvöldum sem bjóða eingöngu upp á bráðabrigðalausnir varðandi skuldir heimilanna (sem heita greiðsluaðlögun og greiðslujöfnuður og frestar vanda en leysir hann ekki).

Skyldi koma svar frá ASÍ, BSRB og fleiri hagsmunasamtökum verkalýðss við þessari áskorun? Skyldu þeir fjalla um málið á hátíðardegi verkalýðsins á morgun, 1. maí? Eða mun þögnin bergmála til baka af ótta við samflokksmenn verkalýðsforingjanna í stjórnarflokkunum?


mbl.is Skora á verkalýðshreyfinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband