Creed snýr aftur
30.4.2009 | 04:44
Visir.is var með þessa frétt:
"Angurvær rödd heyrist aftur Scott Stapp og Creed eru á leið á tónleikaferðalag. Nordicphotos/Getty
Einhver umdeildasta hljómsveit síðari tíma, Creed, hefur ákveðið að koma saman aftur eftir fimm ára hlé. Creed hefur alltaf átt sér sterkan aðdáendahóp, þar á meðal hér á landi, en óhætt er að fullyrða að jafn stór hópur teljist vart til aðdáenda. Sumir ganga meira að segja svo langt að lýsa yfir hreinu hatri á Creed.
Söngvarinn Scott Stapp hefur lýst því yfir að Creed muni að minnsta kosti koma fram á 42 tónleikum í Bandaríkjunum á næstunni. Að tónleikaferðinni lokinni kemur út ný plata frá Creed, sem selt hefur 26 milljón plötur á ferlinum. Ég saknaði strákanna minna og langaði að gera aftur tónlist með þeim," sagði Stapp í viðtali við Rolling Stone."
Frábært að fá bestu rokkara heims til baka.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki frétt
28.4.2009 | 10:40
Yossi er bjargvætturinn á leiktíðinni. Algjör "super-sub".
Mér fannst hann frábær þegar hann spilaði með West Ham United og hann hefur vaxið á leiktíðinni. Auðvitað fær hann framlengingu.
![]() |
Liverpool hyggst bjóða Benayoun nýjan samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reykjavík síðdegis frá Rockall
27.4.2009 | 23:41
Hvernig væri að Þorgeir vinur minn Ástvaldsson og félagar myndu taka upp þessa frábæru hugmynd Belganna og senda Reykjavík síðdegis út beint frá Rockall, t.d. á föstudaginn kemur. Ef utanríkisráðuneytið myndi styrkja Bylgjumenn væri þeim fjármunum vel varið (betur en að reka sendiráð í Lúa Klúla).
Ég held að það yrði ákveðin yfirlýsing Íslendinga um lögmætt og ótvírætt tilkall okkar til landgrunnarins á Hatton Rockall svæðinu. Líka að við kærum okkur ekki um íhlutun Breta í innanríkismálefni Íslendinga.
![]() |
Ætla að útvarpa frá Rockall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessi frétt hefur sínar jákvæðu hliðar
27.4.2009 | 01:57
Það virðist þó einhver vera þarna á Bessastöðum en ég var farinn að halda að Bessastaðir væri eyðibýli! Það jákvæða við fréttina er að það er líf á Bessastöðum - þótt maður mæli ekki með eignaspjöllum.
Ég hef lítið séð eða heyrt af forsetanum blessuðum síðan hrunið varð. Það þarf einhver annar að taka að sér það hlutverk að stappa stálinu í þjóð vora. Hvar er Ólafur Ragnar?
![]() |
Berserksgangur á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gleymirðu ekki einhverjum nafni?
26.4.2009 | 02:41
![]() |
Framsókn sigurvegari ásamt Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ósanngjarnt
25.4.2009 | 17:26
Ég ætlaði að fara með fartölvuna mína með í kjörklefann en nú þykjast einhverjir spekningar telja að það sé bannað með lögum. Má þá nokkuð fara með iPhone í klefann enda er iPhone hálfgerð fartölva.
Ég verð líklega að taka með mér borðtölvuna mína en það er bara svo mikið vesen.
![]() |
Fartölvur og spjaldskrár bannaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað á prófessorinn við? Hvað segir Jóhanna núna?
24.4.2009 | 00:32
Mér þykir einna merkilegast við þessa frétt eftirfarandi ummæli hagfræðiprófessors: ,,Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, sagði í samtali við fréttastofu Sjónvarpsins að reynist þessar tölur réttar, þýði það ekki endilega hrun íslenskra fyrirtækja - en það leiði hinsvegar til þess að íslensk fyrirtæki eigi erfiðara með að fá lánsfé í útlöndum."
Afsakið en hvað á prófessorinn við? Ef það er rétt að staða nýju bankanna er/verður miklu mun verri en áður er talið hvað þýðir það annað en hrun fyrir íslenks fyrirtæki? Íslensk fyrirtæki eru fyrst og fremst háð lánveitingu innanlands og sterkum innlendum lánastofnunum. Íslensk fyrirtækja sækja ekkert fjármagn til banka í dag hvorki innlendis eða erlendis. Ég bara hreinlega skil ekki hvað maðurinn er að tala um.
Ekki er skýrsla Credit Info til að auka bjartsýni manna. Fjórum sinnum fleiri fyrirtæki eiga í erfiðleikum en á sama tíma í fyrra.
Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að ræða þessa skýrslu eða á að þegja fram yfir kjördag?
![]() |
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
KFUM-liðið í úrslit. Til hamingju Haukar og Valur
23.4.2009 | 23:54
![]() |
Fáum skemmtilegan KFUM slag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju Valdís frá Ósi
23.4.2009 | 18:03
Alltaf er stemmingin jafngóð og spennuþrungin þegar úrslitin um fyrsta sæti í fegurðarsamkeppnum eru kynnt. Ung blómarós frá Ósi í Hvalfjarðarsveit vann. Sól er í Hvalfirði enn!
Til hamingju Valdís Ýr og allar hinar líka.
![]() |
Valdís Ýr valin ungfrú Vesturland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að treysta Ahmadinejad
21.4.2009 | 13:01
Mikið lítur Ban Ki-moon illa út núna. Það var svo umdeilt að láta Íransforseta tala á ráðstefnu um kynþáttahatur að nokkur vestræn ríki ákváðu að sniðganga ráðstefnuna. Mér finnst það reyndar afar óskynsamleg ákvörðun enda betra að reyna að hafa áhrif á ráðstefnunni enda ekki vanþörf á í heimi fullum af kynþáttafordómum.
Hélt framkvæmdastjóri SÞ virkilega að Ahmadinejad myndi ræða knattspyrnu eða loftlagsvandamál með því að láta hann halda tölu í ráðstefnunni? Íransforseti hefur m.a. afneitað helförinni eins og kunnugt er.
Mér finnst utanríkisþjónustu landsins hafa sett niður. Fulltrúar yfir 20 evrópuríkja ákváðu að ganga af fundi í staðinn fyrir að sitja undir rasistaræðu Íransforseta. Ég er forvitinn að vita hvaða ríki gengi út af fundi á meðan á ræðunni stóð. Fulltrúar m.a. Noregs og Íslands sátu eftir sem er kannski táknrænt því íslensk stjórnvöld virðast ekki vilja eiga jákvæð diplomatísk samskipti við Ísrael eins og frændur þeirra jafnaðarmenn í Noregi.
Íslenskir fjölmiðlar eru líka alveg að standa sig. Utanríkisráðherra landsins þarf ekki einu sinni að svara spurningum um málið. Össur er ekki í fjölmiðlum nema hann óski eftir því sjálfur.
![]() |
Ban: Ahmadinejad brást trausti mínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)