Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fórnargjöf til hins mikla "guðs"
31.5.2009 | 12:49
Í morgun þegar ég vaknaði og fór á fætur sá ég að mér hafði verið færð fórnargjöf. Um er að ræða áttundu fórnargjöfina í sumar.
Ég á tvo norska skógarketti og annar þeirra Pepsi P Bubbason III færir mér reglulega fórnargjafir til að milda skap mitt. Oftast er tilgangurinn sá að "guðinn" færi honum IAMS kattafóður í stað Whiskas sem hann fyrirlítur.
Þetta væri gott og blessað nema fórnargjafirnar til "guðsins" eru afhöfðaðir Skógarþrestir eða Starrar sem komið er fyrir á blárri mottu á gólfi baðherbergisins. Sá staður virðist því vera nokkurs konar allra helgasti staður; móttökustaður fórnargjafanna. Á veturna þegar ekki næst í fugla telur Pepsi P Bubbason III að betra sé að fórna einhverju en öngvu. Þá finnur hann ánamaðka í rigningarveðrum og leggur þá stoltur á baðherbergisgólfið og bíður eftir velþóknun og blessun guðsins (og líklega betra kattafóðri). Óðum dregur nú úr fuglasöng við Ásvallagötuna og er "guðinn" orðinn örvæntingarfullur og vonar í lengstu lög að nágrannarnir komist ekki að því að hann eigi orsakavaldinn að þessari þrúgandi þögn fugla í nágrenninu.
"Guðinn" á erfitt með að líta á afhöfðaða fugla með velþókun enda dýravinur allra dýra í skóginum.
"Guðinn" vill frekar maðka í fórnargjöf heldur en fugla.
"Guðinn" ætlar að bæta við AUKA bjöllum á hálsólina á Pepsi P Bubbasyni III.
(þetta blogg var í boði IAMS kattafóðursins sem fæst í Dýralandi og öllum betri gæludýrabúðum).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Til hamingju með duglega þjóð IMF
29.5.2009 | 16:32
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hlýtur að gleðjast við þessar fréttir. Íslendingar munu sem sagt vinna af sér skuldahalann á meðan þeir eru "tilraunarottur" hjá rannsóknarstofu AGS varðandi hversu langt er hægt að kreista heilt samfélag áður en það bugast og kerfishrun á sér stað.
Íslendingar strita mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju Púllarar
28.5.2009 | 18:12
Lífið er yndislegt og fótbolti er lífið.
United tapaði í gær og til að kóróna þetta skrifar besti framherji heims undir nýjan samning. Má ekki vera betra. Við tökum nú einhverja titla á næsta tímabilid.
Torres framlengdi við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sigmundur þorir, vill og getur
9.5.2009 | 14:30
Sigmundur Davíðsson er stjórnmálaforingi sem hefur bein í nefinu. Hann getur meira en bara að gretta sig og vera með eitthvað tilbúið leikrit eins og utanríkisráðherrann Össur. Það hefur margsýnt sig á hans stutta stjórnmálaferli að Sigmundur er tilbúinn til að fara óhefðbundnar leiðir í pólitík - tilbúinn til að hugsa út fyrir "boxið".
Gengið var á Össur að slíta stjórnmálasambandi við Breta eftir að nokkuð augljóst var að Bretar reyna að hafa áhrif á samstarf Íslendingar og AGS. Hvort sem það var með vilja AGS eður ei skiptir ekki máli. En þegar gengið var á ráðherrann um alvöru viðbrögð við þessu ósvífna athæfi af hendi "vinaþjóðar" var minna um stóru orðin hjá utanríkisráðherranum. Viðræður eru á "viðkvæmu" stigi gagnvart ICEsave og bla bla bla sagði ráðherrann og gretti sig.
Undirlægjuhátturinn er algjör hjá Össuri gagnvart flokksbræðrum hans Mr. Brown og Mr. Darling. Við þurfum ekki á svona leiðtogum að halda á Íslandi í dag.
Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretar reyna að níða Ísland niður í svaðið!
8.5.2009 | 19:26
Það er rétt sem Michael Hudson sagði í Silfri Egils fyrir nokkrum vikum að Ísland á í efnahagslegu stríði. Árásaraðilinn er hin svokallaða "vinaþjóð" Bretland, eða a.m.k. bresk stjórnvöld.
Mér finnst ekki nóg að gert þótt Össur Skarphéðinsson gretti sig í viðtölum og segist vera búinn að fá nóg. Íslendingar þurfa að mótmæla þessu ofbeldi fyrir framan breska sendiráðið.
Mótmæli vegna Gordons Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fáum manninn framseldan til Íslands
8.5.2009 | 01:36
Liggur ekki í augum úti að verði hinn breski PM dæmdur fyrir fjármálasiðferðisbrest að íslensk stjórnvöld fái hann framseldan hingað til lands. Hann hefur jú gerst sekur um landráð á Íslandi enda þótt hann sé breskur þegn. Ef hann verður framseldur - sem ég geri ráð fyrir að "Sérstaki" saksóknarinn sjái um - geri ég það að tillögu minni að hann fái ekki að nota rúm með góðri dýnu sem ÁJ útvegaði á Kvíabryggju hérna um árið.
Þegar ég horfi á Mr. Brown trúi ég ekki orði sem hann segir. Mér finnst alltaf einhvern veginn að hann sé að ljúga. Er þetta kannski bara ég eða hvað?
Svindlaði Gordon Brown? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Neytendasamtökin lengi lifi
7.5.2009 | 11:34
Þarna sýna Neytendasamtökin gott frumkvæði og þarft. Jóhannes Gunnarsson og aðrir hjá Neytendasamtökunum eru þarna að ganga fram fyrir skjöldu.
Það er löngu ljóst að þessi lagasmíði í kringum greiðsluaðlögunina er hrákasmíð. Fleiri hagsmunasamtök eiga að taka undir þessa tillögu Neytendasamtakanna.
Breyta þarf lögum um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólafur - Óþarfur?
6.5.2009 | 18:58
Ég lofaði sjálfum mér að blogga a.m.k. vikulega um átakanlega þögn þjóðhöfðingja okkar þessa dagana þangað til hann hefur upp raust sína. Ef ég vissi ekki betur teldi ég Bessastaði eyðibýli.
Forsetaembættið hefur frá fyrstu tíð verið s.k. "sameiningartákn þjóðarinnar." Forsetinn sameinar þjóðina ekki síst þegar á reynir. Ég tel t.d. að frú Vigdís Finnbogadóttir hafi gert það einstaklega vel þegar snjóflóðin fyrir vestan urðu mörgum Íslendingum að fjörtjóni. Og nú reynir svo sannarlega á íslenska þjóð. Þúsundir Íslendinga eiga erfitt. Í fréttum áðan var t.d. talað um 100% aukningu í starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands. Aukning er í kirkjusókn. Fjöldi atvinnualausra er 9% og gengi/verðtrygging hefur étið upp eignamyndun fólk. Fjöldi manna - landar Ólafs Ragnars- þjáist vegna þessa.
Og hvar er forsetinn okkar?
Jú hann er að heimsækja leikskóla eða íþróttaæfingar barna og unglinga. Það er gott og blessað en ekki nóg í íslenskum veruleika í dag. Hann þarf að "hitta" fullorðna fólkið líka. Ólafur þarf að tala til landa sinna eins og aðrir þjóðhöfðingjar gera þegar á bjátar. Tilefnið er ærið, efnahagslegar hamfarir - þær mestu í vestrænu ríki frá kreppunni miklu. Þjóðhöfðingjar hafa ávarpað þegna sína af minna tilefni.
Það heyrist ekki orð frá forseta vorum. Ekki eitt lítið ávarp til þjóðarinnar á erfiðum tímum. Kannski er komin hefð á það að forsetinn ávarpi þjóðina bara 1. janúar ár hvert. Við verðum kannski að bíða til 1. janúar 2010 að Ólafi Ragnari tali til þjóðarinnar næst?
Ég vona ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gríðarleg þrautsegja ASÍ
5.5.2009 | 19:40
Því miður er það svo að þetta úrræði, "Greiðsluaðlögun", sem forseti ASÍ er að hreykja sér af að hafa haft forgöngu um, nýtist langt í frá öllum sem eiga í vanda.
Það er hægt að ráða 1000 fjármálaráðgjafa en það skiptir ekki máli ef öll úrræðin sem stjórnvöld bjóða upp á eru til bráðabrigða. Fjármálaráðgjafar geta ekki gert kraftaverk ef lagaramminn er handónýtur.
Mér finnst þessi slagorð hans Gylfa bera meiri vott um að reyna að ná einhverju glötuðu "good-will" til baka fyrir hann persónulega og ASÍ sem er greinilega ekki að berjast fyrir heimli landsins - a.m.k. ekki fyrir þau sem eiga í vanda. ASÍ virðist styðja bráðabrigðalausnir samflokksmanna sinna í ríkisstjórninni.
ASÍ ætti að hora til Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem þetta hefur verið harðlega gagnrýnt.
ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Íslensk rannsókn óskast
3.5.2009 | 16:08
Þessi frétt er svona dæmi um frétt sem kemur á netinu hjá times.co. uk eða dailymail.co.uk og íslenskrir fréttamenn gera copy/paste og sjá, til er frétt.
Ef Ísland hefði verið með í þessari rannsókn eða rætt hefði verið við íslenskan prófessor í lýðheilsufræðum - eða einhverju álíka - væri um frétt að ræða. Líklega áhugaverða, því ég hef hvergi séð rannsókn á meðalfitprósentu karla og kvenna hér á landi samanborðið við önnur lönd. Spennandki líka að vita hvort hlutföllin breytist í kreppu eins og nú ríkir hérlendis.
En í guðanna bænum fréttamenn...!
Breskar konur þykkastar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |