Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Nýtt stórveldi í knattspyrnuheiminum lítur dagsins ljós
2.7.2009 | 17:21
Það er fagnaðarefni að eini fótboltarisi Húnaþings og nærsveita (þ.m.t. Sauðárkróks), HVÖT á Blönduósi, skuli vera kominn þangað sem hann á heima: Í Evrópukeppni í knattspyrnu. Er það líklega einsdæmi í gjörvallri álfunni - og þótt víðar væri leitað - að sveitarfélag sem telur um 900 manns eigi fulltrúa í Evrópukeppninni í knattspyrnu.
Nú er spurning hvort þurfi ekki að stækka Blönduósvöll, fá stúku, þ.m.t. heiðursstúku og a.m.k. 10.000 sæti fyrir almenning, vegna þess að þetta evrópukeppnislið; HVÖT FC á Blönduósi, er rétt að hefja meistaravegferð sína á alþjóðlega knattspyrnulistasviðinu, um aldir alda.
Hvöt í Evrópukeppni í Austurríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hagsmunamat ráðherrans Möller
1.7.2009 | 11:03
Það er með miklum ólíkindum að samgönguráðherrann Kristján Möller telji meira áríðandi að bora gat í gegnum Vaðlaheiðagöng heldur en að tvöfalda Suður- og Vesturlandsveg. Hræðileg slys, þ.m.t. banaslys hafa verið á báðum þessum vegum undanfarin ár og er furðulegt að þessir þjóðvegir hafi ekki verið tvöfaldaðir fyrir margt löngu.
Ráðherrann er að vanvirða minningu þeirra sem farist hafa í slysum á vegum þessum og aðstandendur þeirra með því að setja umbætur þar ekki í öndvegi og algjöran forgang umfram aðrar vegaframkvæmdir.
Þarf fleiri banaslys á þessum vegum svo ráðherrann vakni? Ekki setja kjördæmið þitt ofar mannslífum ráðherra Möller!
Funda með samgönguráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En engin Sundabraut. Hvar eru þingmenn Reykvíkinga?
29.6.2009 | 08:58
Ekki skrýtið að Kristján Möller fagni þessu. Gæluverkefnið hans um kjördæmasinnuð Vaðlaheiðagöng er á lista lífeyrissjóðanna - sjálfsagt eftir góðlátlega ábendingu samgönguráðherrans siglfirska.
Sjálfsagt má deila um forgangsröðun í opinberum framkvæmdum og ég hef fullan skilning á því að atvinnuátak þarf á landsbyggðinni nú sem fyrr. En það er eins og Sundabrautin sé fantasía úr ævintýri eftir Tolkien - skemmtileg hugdetta en óraunveruleg - og er ekkert minnst á framkvæmd Sundabrautar sem eru ekki góð tíðindi fyrir Reykavíkinga og reyndar landsmenn alla sem nauðsynleg samgöngubót í höfuðborginni.
Og ekki heyrist "múkk" frá þingmönnum Reykjavíkurkjördæmis norður um þetta málefni frekar en fyrri daginn!!!!
Setja 100 milljarða í framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Helga Húnvetningur að slá í gegn
24.6.2009 | 16:40
Helga bætti Íslandsmetið í sjöþraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áskorun: Ásta Ragnheiður stofni tríó með Árna Johnsen og Sigmundi.
17.6.2009 | 01:15
Góðir Íslendingar.
Ef einhver hafi haldið að Alþingi væri stofnun þar sem skynsamt fólk og yfirvegað vinnur við lagasetningur er um regin misskilning að ræða.
Alþingi er málfundastofa fyrst og fremst þar sem sett er á fót fyrir okkur almenning ákveðið leikrit sem engu breytir eða skilar. Jæja ok kannski tek ég of djúpt í árinni. Leikrit þar sem árangrinn er lítill um þessar mundir og kemur seint. Mjög seint.
En Alþingi er annað og meira. Alþingi er einnig tónlistarhús. Nú í dag hljómaði bjölluhljómur í takt við þétt stjórnmálarapp Sigmundar Davíðs. Það vantaði bara að Sigmundur og Ásta Ragnheiður færu í "street fight" eins og í dansaragengi í New York. Ég sé líka fyrir mér að ef Árni Johnsen mætir með gítarinn er komið flott band sem gæti meikað það á erlendri grundu. Ásta slær í bjöllu (svona pínu nýaldarlegt), Sigmundur Davíð rappar með fallegu djúpu röddinni sinni og Árni með gítarsóló.
Geisp. Nei þetta Alþingi maður...
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það vantar reglur um birtingu skoðanakannana
13.6.2009 | 12:27
Af hverju eru ekki til reglur með hvaða hætti skoðanakannanir eru birtar í fjölmiðlum?
Fyrir það fyrsta getur niðurstaða könnunar verið framsett í fjölmiðlum til að ná fram ákveðinni niðurstöðu fyrir verkkaupa. Oft er um áróður að ræða eða auglýsingu. Þá er nauðsynlegt að það fylgi "fréttinni" á hvers vegum könnunin sé. Í þessu tilfelli er ekki erfitt að ímynda sér að könnunin hafi verið gerð á vegum evrópussambandsinna.
Hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða. Hér á að gilda upplýsingaskylda um hver sé verkkaupi könnunar sem birt er opinberlega eða er hluti af frétt. Gríðarlegur fjöldi skoðanakannana er framkvæmdur ár hvert án þess að efni þess komi fyrir sjónir almennings. Verkkaupi lætur gera skoðanakönnun en lætur eingöngu birta hana opinberlega þegar hún er honum hagfelld.
Núna er verið að nota skoðanakannanir í áróðursstríði til að ná til almennings. Af hverju í ósköpunum gilda engar reglur um birtingu þeirra. Ég, og allir aðrir, höfum rétt á að vita það hver kaupir ofan í okkur fréttirnar.
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Merkilegur fornleifafundur í Vatnsdal
11.6.2009 | 18:03
Mér finnst merkilegast við þessa frétt að þessi fundur á sér stað af tilviljun. Ekki hefur verið mikið um fornleifarannsóknir í Húnaþingi hin síðari ár svo mér sé kunnugt um. Hverju veldur veit ek ei svo gjörla en hitt veit ég að ærið er tilefnið í þessu mikla söguhéraði.
Bein frá 12. öld fundust í Vatnsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dusilmennska og drulludómur
10.6.2009 | 14:26
Ertu ekki að grínast í mér?
Svari nú herra Steingrímur og heilög Jóhanna auk annarra í ríkisstjórn fyrir þennan aumingjaskap. Ætlar þetta fólk sem stjórnar landinu okkar ALDREI, ALDREI, ALDREI að læra nokkurn skapaðan hlut.
Ef frú Joly hættir þá er þessu liði ekki við bjargandi og landinu okkar ekki heldur í leiðinni.
Eva Joly íhugar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hræsni og hugleysi Steingrímur
6.6.2009 | 20:55
Hræsnin er að skipta um skoðun í 180 gráður eftir að vera kominn í ráðherragalla. Þú talar núna fyrir því sem þú talaðir HATRAMMLEGA GEGN. Svona eru allt, allt of margir íslenskir stjórnmálamenn í dag og skiptir þar engu í hvaða stjórnmálaflokki um er að ræða.
Hugleysið, Steingrímur, felst í því að láta ekki reyna á rétt Íslendinga í þessu máli heldur beygja sig og bukta til að þóknast erlendu ríki, líklega að undirlagi Samfylkingarinnar til að ná betri samningsstöðu um inngöngu í ESB.
Málið er ekki svo mikið sem rætt á Alþingi. Það hefði nú heyrst hljóð úr barka þínum Steingrímur ef þessi vinnubrögð hefðu verið viðhöfð af ríkisstjórn Geirs Haarde. Þá hefðir þú Steingrímur, verið manna æstastur í pontu og kallað eftir réttlæti og að þingið væri látið ræða eitt stærsta mál Íslendinga á síðari árum.
Þetta hefur í för með sér ánauð þjóðarinnar næstu kynslóða. Steingrímur.
Guð blessi Ísland.
Erfitt að skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrrverandi vinaþjóðin Bretland
4.6.2009 | 10:59
Gott er að verið sé að gera heimildarmynd um bankahrunið á Íslandi og af erlendum aðila. Það verður örugglega forvitnilegt að sjá hvernig hið "glögga auga gestsins" sér hlutina hér.
Hitt er svo annað mál að viðbrögð breskra stjórnvalda s.l. haust hafa að öllum líkindum gert bankahrunið hér á landi miklum mun verra en þörf var á. Það þýðir í raun að viðbrögð bræðranna Brown og Darling í garð Íslendinga eru að valda miklum erfiðleikum fyrir íslenskan almenning. Gera lífskjörin okkar allra verri og framtíðina svartari fyrir okkur og börnin okkar.
Íslensk stjórnvöld (bæði fyrr stjórn og núverandi) höfðu ekki hugrekki til að láta í sér heyra að neinni alvöru nema að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gretti sig aðeins í einhverju sjónvarpsviðtali.
Nei, Bretar eru ekki vinir Íslendinga og ég sé ekki að það breytist á næstunni.
Bretar hata ykkur ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)