Færsluflokkur: Íþróttir
Sebastian Coe var samt betri
31.8.2010 | 23:30
Í millivegalengdahlaupum frá 800m (sem er e.t.v. frekar spretthlaup) og í 10km hlaup á braut eru yfirleitt notaðir hérar til að ná upp góðum hraða. Nú hefur frábær hlaupari frá Kenía, David Rudisha slegið heimsmetið í tvígang sem annar (danskur) Keníamaður setti fyrir 13 árum (sem einnig notaði héra).
Hinn breski Sebastian Coe hljóp 800m á 1:41.73 án héra árið 1981. Ég tel það vera meira afrek enda hljóp hann síðari hringinn nánast alveg einsamall.
Rudisha bætti eigið heimsmet í 800 metra hlaupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn besti íþróttamaður landsins
29.8.2010 | 12:42
Frábært afrek hjá Gunnari Nelson. Hann er að sýna og sanna að hann er á réttri leið með að hætta að verða einn af efnilegustu bardagamönnum í heimi. Hann er einfaldlega ekki efnilegur lengur heldur mjög góður. Gunnar er að nálgast þá bestu í heiminum í sínum þyngdarflokki.
Það kemur að vísu ekki fram í fréttinni en ég held að drengurinn sé ósigraður ennþá.
Gunnar sigraði einn efnilegasta Bretann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Áfall
23.8.2010 | 22:30
Hinn mennski Tiger Woods (áður talinn ofurmenni) og hin sænska Elin Nordegren eru skilin. Það er hinn harði veruleiki sem allir kylfingar (líka þeir sem eru með 36 í forgjöf) verða að sætta sig við. Við sem einhvern tímann höfum stundað golf héldum að Tiger væri ósigrandi ofurmenni, fyrirmyndarfaðir og eiginmaður. Svo bregðst krosstré sem 3-tré (Callaway).
Skilnaðurinn er reyndar gleðiefni fyrir Svía en gjaldeyrirsvaraforði Seðlabankans þar í landi mun aukast umtalsvert þegar Elin flytur heim til Svíþjóðar með helming eigna Woods.
Tiger Woods og Elin skilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábær amerískur körfubolti (misgóðir íslenskir lýsendur).
11.6.2010 | 11:24
Þessi úrslitarimma Celtics og Lakers stendur undir væntingum. Frábær körfubolti, spenna, dramatík, villuvandræði o.fl. Stöð 2 á þakkir skildar fyrir að gera NBA svona góð skil. Boston kemur væntanlega til með að vinna rimmuna í sjö leikja seríu - það er von vor og trú.
Á stundum mætti þó annar þulurinn draga úr frasakenndum lýsingum sínum á mönnum og málefnum og hafa uppi einfaldari, faglegri og lágstemmdari skýringar á leiknum. Helst að reyna stundum að vera minna fyndinn líka. Hástemmd síendurtekin orð, brandarar og setningar eru óþörf þegar leikurinn - sem er svo frábær - lýsir sér mest sjálfur og missir algjörlega marks þegar þetta er síendurtekið leikinn á enda. Ég hefði helst kosið að láta ameríska íþróttafréttamenn lýsa leiknum en það er víst ólöglegt (kannski ástæðan sé að enginn NBA áhugamaður skilur ensku).
Íþróttaþulurinn á ekki að reyna að yfirgnæfa leikinn. Það er auðvitað ekki hægt en þreytandi að hlusta á það. Brandarar og fyndnir frasar geta átt við og verið hluti af leiknum en bara alls ekki ekki í tvær klukkustundir takk fyrir.
Það þarf ekki að segja körfuboltaáhugamönnum fimm sinnum í einum og sama leiknum að Kobe sé frábær íþróttamaður eða PP sé með frábæra skottækni og hitt og þetta skotið sé "lygilegt", "ótrúlegt". Það þarf heldur ekki að segja okkur í hverjum einasta leik að K Perkins sé brúnaþungur og enginn vilji hitta hann í skuggasundi um kvöld. Þeir sem vaka fram á morgun við að horfa á NBA vita allt þetta. Góður lýsandi glæðir leikinn lífi og kemur með faglegt álit á leiknum (hann má vera fyndinn inn á milli). Ég veit samt að Svali getur þetta alveg.
Boston jafnaði metin gegn Lakers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kebblavík eru bestir
13.4.2010 | 23:12
Það benti ekki margt til þess í upphafi tímabilsins að Keflvíkingar færu alla leið í úrslitin. Þeir eru að koma sterkir inn og toppa á réttum tíma.
Það verður brjálaður 5. úrslitaleikur á morgun í Frostaskjólinu. Mínir menn í K.R. taka Snæfellingana loksins á heimavelli þannig að Keflavík og K.R. verða í úrslitum. Þá byrja K.R. ingar að toppa...
Keflavík er komin í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Owen er ekki lengur minn ven.
25.7.2009 | 13:38
Takk fyrir Robbie Fowler að tala hreint úr um að það sem Michael Owen gerði hefðir þú aldrei gert. Það er sumt sem maður bara hreinlega gerir ekki sama hversu miklir peningar eru í boði. Michael Owen sem eitt sinn var dýrkaður og dáður á Anfield og sérstaklega á The Kop hefur sýnt sitt rétta andlit. Fall hans er hátt í Liverpool. Hann hefur selt sálu sína (Rauða) Djöflinum.
Megi hann skora innan við eitt mark á næsta tímabili!
Ferguson: Owen á að skora 15 mörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Frábær árangur
19.4.2009 | 22:58
Til hamingju Íslendingar að eiga frábæran íþróttamann í blönduðum bardagaíþróttum. Gunnar Nelson hefur verið að gera frábæra hluti að undanförnu. Blandaðar bardagaíþróttir (mixed martial arts) eru að verða gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni t.d. K1 og UFC.
Ég óska Gunnari til hamingju og vona að honum gangi áfram jafnvel.
Gunnar fékk gull í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ÍBVU
17.4.2009 | 20:23
Þriðji Úgandamaðurinn til ÍBV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ferguson með þráhyggju
21.3.2009 | 09:48
Alveg er það ótrúlegt að þessi skapmikli Skoti sem hefur verið aðlaður fyrir árangur á knattspyrnusviðinu (réttilega) geti ekki hætt að hugsa um Benítez og Liverpool. Maðurinn er greinlega ennþá í sárum eftir niðurlægjandi tap á heimavelli, því stærsta síðan Úrvalsdeildin var sett á fót (knattspyrnufót).
Má ég biðja Sir Skota að leggja saman kaupverð byrjunarliðs síns liðs og liðs Senjor Benítez.
Ég held að 50% af starfi knattspyrnustjórans fari í það að vinna með sálfræðingum MU og almannatengslum félagins til að finna einverjar leiðir til að klekkja á andstæðingnum (aðallega Liverpool og Arsenal) UTAN VALLAR.
Kveðja,
Muggi.
Ferguson: Nú fer Benítez að eyða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Olé, olé, olé... ÓLÉ!
18.3.2009 | 22:02
Benítez samdi við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |