Hugrekki
21.3.2009 | 23:03
Ég hef lesið bókina Gomorra eftir Roberto Saviano. Hvernig allt mannlíf, viðskiptalíf og opinber starfsemi er gegnumsýrt af Mafínunni í Napolí og nærsveitum er ótrúlegt. Mafían er beinlínis hluti af hagkerfinu og stjórnmálunum einnig. Ég dáist að mönnum eins og Saviano sem þora að segja sannleikann opinberlega og eru í lífshættu af þeim sökum.
Ég held reyndar að talan níuhundruð eins og segir í fréttinni sé stórlega vanáætluð og nær að tala um þúsundir manna ef verið er að tala um áratugi. Þetta á sér stað í vestrænu ríki. Mannfallið er meira en í stríði Palistínumanna og Ísraels.
Ég vona að fram komi einstaklingar hér á landi sem þori að segja sannleikann líka!
![]() |
Mafíunni mótmælt í Napólí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aðalíþróttafrétt dagsins?
21.3.2009 | 18:26
Maður hefði haldið að tap United á móti Fulham 2-0 á útivelli væru stóru tíðindin í enska boltanum í dag. Allavega var tapstuðullinn yfir 5 á Lengunni hjá þeim. Það er minnst á tap United svona í framhjáhlaupi í frétt um sigur Tottenham á Chelsea?
Nei ég bara svona spyr?
![]() |
Tottenham vann Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferguson með þráhyggju
21.3.2009 | 09:48
Alveg er það ótrúlegt að þessi skapmikli Skoti sem hefur verið aðlaður fyrir árangur á knattspyrnusviðinu (réttilega) geti ekki hætt að hugsa um Benítez og Liverpool. Maðurinn er greinlega ennþá í sárum eftir niðurlægjandi tap á heimavelli, því stærsta síðan Úrvalsdeildin var sett á fót (knattspyrnufót).
Má ég biðja Sir Skota að leggja saman kaupverð byrjunarliðs síns liðs og liðs Senjor Benítez.
Ég held að 50% af starfi knattspyrnustjórans fari í það að vinna með sálfræðingum MU og almannatengslum félagins til að finna einverjar leiðir til að klekkja á andstæðingnum (aðallega Liverpool og Arsenal) UTAN VALLAR.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Ferguson: Nú fer Benítez að eyða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Óþarfa hrókeringar
21.3.2009 | 01:00
Í fyrirsögnum á mbl.is.
Þeir eru í góðu skapi á fréttavaktinni :)
![]() |
Teflt á tæpasta vað nyrðra? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvergi nema á Íslandi...
20.3.2009 | 23:52
Væri möguleiki í einhverju ríki öðru en Íslandi eftirfarandi staðreynd: Banka- og viðskipamálaráðherra í ríkisstjórn sem sat sofandi á verðinum í stærsta efnahagshruni vestræns ríkis seinni ára er svo djarfur að bjóða sig fram til að þjóna þjóð sinni áfram á sama vettvangi og fyrr. Þótt það út af fyrir sig sé sérkennileg staðreynd (hóflegt orðval) en ennþá furðulegra að hann skuli kosinn til forystu á ný af eigin flokksmönnum. Með því eru Samfylkingarmenn í Suðurkjördæmi að lýsa yfir mikilli ánægju með störf ráðherrans fyrrverandi.
Já, hvergi nema á Íslandi!
![]() |
Listi Samfylkingar í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Villi er reiður!
19.3.2009 | 17:05
Vilhjálmur! Hvar í stjórnmálaflokki sem íslenskur almenningur er, öllum er misboðið vegna málsins þótt ekki til varnar HB Granda eins og þú. Ég held að yfirgnæfandi meirihluti landsins hljóti að vera gáttaður á því hvernig forsvarsmenn HB Granda koma fram við sitt fólk. Ef það má ekki gagnrýna þessi siðlausu og ámælisverðu vinnubrögð má allt eins hefja ritskoðun hér á landi.
Ég held að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætti að taka til í eigin ranni og útbúa námskeið í viðskiptasiðferði fyrir félagsmenn sína.
Það er gott að eiga forsætisráðherra sem þorir að segja hug sinn allan þar sem það á við. Ég hefði viljað að Jóhanna tæki svona sterkt til orða gagnvart fleiri málefnum.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Olé, olé, olé... ÓLÉ!
18.3.2009 | 22:02
![]() |
Benítez samdi við Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þingmenn skrópa á meðan landið brennur!
18.3.2009 | 15:02
Það er greinilegt að prófkjörsbarátta flokkanna og komandi alþingiskosningar koma í veg fyrir að þingmenn mæta í vinnuna. Á meðan almenningur kallar á lausnir við gríðarlegum vanda þjóðarinnar (x margar þúsund milljarða skuldapakki fyrir skattgreiðendur og komandi kynslóðir) eru þingmenn að einbeita sér að botninum á sjálfum sér!
Þetta er Ísland í dag!
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Þingmenn mæta illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölbreytt mannlíf - betri menning
17.3.2009 | 16:12
Frábært framtak hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ég ætla að skoða þetta vel. Á þessum krepputímum verðum við, almenningur á Íslandi, að vera vakandi yfir því að rætur rasisma fái ekki að vaxa og dafna eins og er svo hætt við. Upp úr kreppnni miklu fæddist fasismi og nasismi. Við viljum ekki slíkt í neinni mynd hér á landi!
Ég hvet alla til að styðja við þetta skemmtilega framtak og kynna sér hvað landar okkar frá öðrum löndum hafa upp á að bjóða.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Útlendingum þakkað fyrir að auðga samfélagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hressandi frétt á mbl.is (svona á þessum svartsýnistímum...)!
17.3.2009 | 12:39
Nei nú er mér öllum lokið. Ég sem hélt að við 27 ára aldurinn færi maður upp á við í þroska, greind og almennum andlegum hæfileikum. Nú er búið að sanna að við þessi stóru tímamót, þ.e. að verða 27 ára, liggur leiðin niður á við, sbr. fréttin á mbl.is.
Þetta þýðir að ég, sem er tæplega fertugur, er orðinn örkumlaður andlega. Í heil þrettán ár hef ég verið að hnigna andlega. Það er líklega ekkert skýtið að svona mikið bull kemur upp úr manni eftir þessa vísindalega sönnun.
Takk mbl.is fyrir að hressa mann í skammdeginu!
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |